Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 75
73
Ólafsfj. 1 kona með ca. sterni dó á Siglufjarðarspítala í febrúar.
Dalvíkur. 1 nýr sjúklingur á skrá, gamall maður ineð ca. labii
inferioris.
Akureyrar. Enginn skráður á mánaðarskrám, en samkvæmt bókum
Sjúkrahúss Akureyrar eru skráðar þar 10 konur og 4 karlmenn á ár-
inu, og eru 7 konur utanhéraðs og' 3 innanhéraðs og 2 karlmenn utan-
héraðs og 2 innanhéraðs. Af þessum sjúldingum dóu 7 á árinu.
Vopnafj. Enginn með krabbamein á árinu.
Scyðisfj. Enginn nýr sjúklingur.
Nes. 4 sjúklingar dóu á árinu, 2 úr ca. ventriculi, 1 úr ca. labii in-
ferioris, allt gamalmenni, 1 úr ca. uteri.
Búða. 1 tilfelli, maður á níræðisaldri með ca. femoris dextri.
Djúpavogs. Aldraður maður, bóndi í Álftafirði, kom til mín með
typiskan krabba í neðri vör. Tók ég stykki úr vörinni og vona, að ég
hafi komizt fyrir meinið, þar sem það var ekki stórt orðið og hvergi
nieinvarp að finna í eitlum.
Hafnar. Á árinu dó 60 ára karl úr ca. ventriculi, en annar, 61 árs,
var skorinn upp á Landsspítalanum við ca. ventriculi.
Breiðabólsstaðar. 2 nýir sjúklingar skráðir á árinu. Annar hafði
ca. labii, sem skorið var burt á Landsspítalanum, hinn ca. ventriculi.
Hann lézt á árinu, 86 ára að aldri, og hafði sennilega fengið perforatio
ventriculi. Enn fremur lézt einn sjúldingur með ca. ventriculi, sem
shráður var árið áður.
Vestmannaeyja. Skráðir á árinu 4 sjúklingar, 2 karlar og 2 konur.
Stórólfshvols. 1 kona, 43 ára gömul, með ca. mammae. Var fyrst
4—6 vikur í röntgen og síðar skorin á Landsspítalanum (ekki á mán-
aðarskrá). Varð ekki var ATið fleiri sjúklinga á árinu með illkynja
æxli, og er þetta með langfæsta móti.
Eyrarbakka. 1 karlmaður dó af magakrabba. Hefur af vangá fallið
af mánaðarskrá.
Laugarás. 2 með ca. ventriculi, þar af annar dáinn heima, hinn
aioribundus, einnig heima. Hinn 3. mun hafa haft ca. coli, dó á Lands-
spítalanum eftir operatio. Hinn 4. lézt á sjúkrahúsinu Sólheimum,
°g veit ég ekki meira um hann. Einn sjúkling mun vanta á skrána.
Er það kona um fertugt, sem leitaði til mín seint á árinu með ber í
hrjósti. Ráðlagði ég henni nánari rannsókn í Reykjavik og frétti svo
°kki fyrr en á næsta ári, að þar hefði verið gerð á henni radical
°peratio, vafalaust vegna cancer.
Keflavíkur. Kona, 45 ára, fékk krabbamein í brjóst 1947. Var hrædd
v*ð uppskurð og fór eitthvað að fást við svo kallaðar náttúrulækn-
ln8ar. Mun þetta hvort tveggja hafa orðið til þess, að dráttur varð á,
hún hugsaði frekar um lækningu. Þegar ég kom til konunnar á
þessu ári, var meinsemdin augljóslega orðin „inoperabel". Var konan
samt send til Reykjavikur, og dó hún þar seint á árinu. Er þetta leið-
inleg sjúkrasaga, því að konan var að öðru leyti mjög heilsuhraust og
^ai’gra barna móðir á bezta aldri og gat átt langt líf fyrir höndum.
^arlmaður um 65 ára aldur er með krabbamein í vör, sem er í vexti.
bann ófáanlegur til að láta skera það burt. Kona, 46 ára, scm hafði
kennl vanheilsu í kviðarholi nokkur ár, en þó alltaf unnið hús-
10