Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 76
74
móðurstörf á stóru heimili, veiktist noklcuð snögglega af ileus in-
completus. Var send á sjúkrahús í Reykjavik. Reyndist hún hafa
cancer coli og dp eftir uppskurð. 2 sjúklingar deyja úr ca. ventriculi,
báðir gamlir.
9. Drykkjuæði (delirium tremens).
Töflur V—VI.
Sjúklingafíöldi 1939—1948:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
Sjúkl........ 1 2 2 „ 3 1 2 3 1
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Enginn sjúklingur hefur verið skráður á árinu, en eins og
áður veit ég með vissu, að nokkrir menn munu hafa fengið sjúk-
dóminn og að minnsta kosti eitthvað af þeim farið á Kleppsspítala.
Isafí. Ekkert tilfelli á árinu.
Hvammstanga. Ekkert tilfelli.
Sauðárkróks. Ekkert.
Akureyrar. Engin tilfelli.
Seyðisfí. Greinilegt tilfelli, 40 ára drykkjumaður.
Nes. 1 sjúklingur skráður. Batnaði á mánaðartíma.
Breiðabólsstaðar. Varð ekki vart.
Vestmannaeyja. Ekki komið fyrir á árinu.
C. Ýmsir sjúkdómar.
1. Algengustu kvillar.
Búðardals. Algengustu kvillar, eins og áður, aðrir en farsóttir, tann-
skemmdir (150 tennur teknar úr 45 manns), alls konar gigt, smá-
meiðsli ýmiss konar.
Reykhóla. Algengustu kvilla, auk farsótta, má telja tannskemmdir,
„gigt“, meltingartruflanir, taugaslappleika og blóðleysi.
Bíldudals. Algengustu kvillar, auk kvefsins, eru tennskemmdir og'
gigt. Þá er og talsvert um taugaveiklun, húðkvilla, háan blóðþrýsting
og meltingarkvilla.
Þingeyrar. Sem áður farsóttir, smávegis meltingarkvillar, gigt, bæöi
í vöðvum og liðum, og taugaveiklun.
Flateyrar. Farsóttir 143 og ýmiss konar slys 224, þá sjúkdómar 1
meltingarfærum; dregnar voru 284 tennur úr 107 sjúklingum. Aðru'
kvillar í meltingarfærum 119, i hjarta og æðakerfi 185, öndunarfærum
67 o. s. frv.
ísafí. Að slepptum tannskemmdum ber mest á maga-, tauga- og gig*-"
arsjúkdómum, auk kvefsins.
Arnes. Taugaveiklun alls konar, gigt, meltingarkvillar, húðsjúk-
dómar, subjectiv fjörefnaskortur og blóðleysi.
Hólmavikur. Eins og áður, auk farsótta, gigt í öllum myndum, tauga-
veiklun, tannáta, smáslys og meltingartruflanir.