Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 77
Hvammstanga. Algengustu kvillar, að undan teknum farsóttum, að
bessu sinni fyrst og fremst mænusóttinni: Tannskemmdir, sem fara
minnkandi, meltingarkvillar, „taugaveiklun“ og gig't.
Blönduós. Hinir sömu og að undanförnu, og er litlu við að bæta.
Sauðárkróks. Eins og áður farsóttir og aðrir sjúkdómar á mánaðar-
skrá. Þar næst koma tannskemmdir 223, slys 163, ígerðir og bráðar
bólgur 105, tauga- og gigtarsjúkdómar 115, húðsjúkdómar 90, meltingar-
kvillar 88, kvensjúkdómar og fæðingar 85, blóðsjúkdómar 65, augn-
sjúkdómar 57, háls-, nef- og eyrnasjúkdómar 32, hjarta- og æðasjúk-
óómar 28, nýrnasjúkdómar 20, lungnasjúkdómar 18.
Hofsós. Eins og undanfarið, aulc farsótta, meltingarsjúkdómar, alls
konar gigt, blóðleysi, tannskemmdir og ýmsir húðkvillar.
Ólafsfi. Tannsjúkdómar algengastir. Dregnar 238 tennur úr 123
sjúklingum. Næst tannsjúkdómum taugaveiklun og gigt.
Akureyrar. í 1. flokki tannskemmdir, sem eru ákaflega algengar, og
bar næst taugaslappleiki og meltingarkvillar.
Grenivíkur. Blóðleysi, taugagigt, gigt ýmiss konar, húðsjúkdómar,
taugaslappleiki og tannskemmdir.
Þórshafnar. Tannskemmdir, smáslys, gigt og húðsjúkdómar.
Vopnafi. Þegar frá eru taldar farsóttir, eru algengastar tannskemmd-
lr> alls konar áverkar og meiðsli, smá og stór, ígerðir og ákomur, og
J°ks taugaveiklun, meltingarkvillar, blóðleysi, ekzem og alls konar
kröm og oftrú á lyfjum og' læknisdómi, sem stöðugt fer í vöxt. Orsakir
Pessa virðast of miklar innisetur í ofhituðum húsum, andlegir árekstr-
®r, óánægja og sundrung á heimilum, þar sem hver vill fara sínu fram
an tillits til sambýlismanna. Margt fleira kemur hér án efa til greina,
sena erfitt er að átta sig á. Dóttir mín, 14 ára, sem fór i 2. beklc
Menntaskólans á Akureyri í haust, skrifaði inér nýlega, og farast henni
^eðal annars orð á þessa leið: „Við vorum skoðuð um daginn. Ég er
162%
sm og 56 kg. Sjónin ekki mjög góð. Tennur ágætar. Prýðilegt
heilsufar hjá mér. Þó eru stelpurnar N. N. og N N. (þ. e. stöllur hennar)
nlltaf í rúminu. Þær eru með alla sjúkdóma, sem nöfnurn tjáir að
hefna, t. d. kvef, magapínu ásaint uppsölu og öllu tilheyrandi, bein-
<röm, blöðrubólgu, bólgnum eitlum, botnlangabólgu, bronchitis, inn-
allið brjóst o. s. frv., og svo auðvitað lystarleysi og matvendni fram
11 r hófi. Merkilegt, að nokkur skuli vera hraustur nálægt öllum þess-
ósköpum. Svo koma auðvitað nýjar sjúkdómalilgátur á hverjum
c,egi. Þær taka lýsi og járnmeðul og svo sjálfsagt 3—4 sortir af drop-
ain og pillum, og það oft á dag“. Þannig hljóðar þessi bréfkafli. Það
h'á segja, að bragð er að, þá barnið finnur. Og er þetta ekki prýðileg
ysing á okkar sjúku samtíð og alvarlegt ihugunarefni fyrir lækna-
^iéttina? Kristján Jónsson Fjallaskáld hefur lika látið okkur í té
agæta lýsingu á sinni samtíð í vísunni: „Hvað er líf manna? Háski,
I *> höfuðverkur og iðrakvöl, tannpína, tóbaksleysi, gatskrekkur,
ceppa, timburmenn, takstingur, vífni og fleira enn. Fátt trúi ég rönd
Vlð reisi.“
Segðisfi. Hið sífellda kvef — rhinitis, tracheobronchitis — tel ég
algengustu umkvartanirnar. Almennur slappleiki, oft samfara tauga-
'eiklun, gigt í ýmsum myndum og meltingartruflanir eru mjög al-