Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 78
70
geng fyrirbrigði. Tannskemmdir eru ekki eins áberandi og áður, og
tanndráttur fer æ minnkandi. Helzt tannhreinsun í sambandi við komu
og dvöl tannlæknisins.
Nes. Algengustu kvillar, auk helztu farsótta, cru tannskemmdir,
gigt og taugasjúkdómar, blóðleysi og meltingarkvillar. Húðsjúkdóm-
ar eru einnig nokkuð algengir.
Búða. Tannskemmdir, gigt ýmiss konar, meltingar- og taugasjúk-
dómar.
Djúpavogs. Eins og annars staðar tannskemmdir, ígerðir og smáslys.
Breiðabólsstaðar. Tannskemmdir með algengustu kvillum hér.
Vestmannaeijja. Taugaverkir og taugaveiklun áberandi tíðir kvillar,
einkum í konum. Konurnar eru að verða einar með börnin og heim-
ilisverkin, og verða þær oft veikar af of miklu erfiði, ofþreytast og
böðlast áfram meira en góðu hófi gegnir. Iðulega eru þær hlaðnar
sjúkdómum (fótasárum, eczema og æðahnútum), sem gera þær enn
veiklaðri. Unga kvenfóllcið mestmegnis við fiskflökun, vinnur þar
fyrir dýrum kjólum, vindlingum, skartgripum og kvikmyndahúsuni-
Sjómenn kvarta mjög um magaveiki, einkum á smærri bátunum, en
á þeim eru ekki matsveinar, heldur er farið með bitakassa.
Eyrarbaklca. Auk farsótta gigtarsjúkdómar og taugaveiklun.
Laugarás. Auk kvefsins tannskemmdir, rheumatismus, taugaveiklun
og magakvillar.
Keflavíkur. Taugaveiklun og svo kallað slen, blóðleysi og gigt, en
auk þess á vetrarvertíð fingur- og handarmein, sem mikil brögð eru
að, en þó mismunandi frá ári til árs.
2. Adenopathia abdominalis.
Þingeyrar. Er ekki fátíð orsök hitakasta í krökkum.
3. Anaemia perniciosa.
Flateyrar. 2 konur eru hér í héraði með þenna sjúkdóm og haldast
vel við með lifrarinnspýtingum.
Sauðárkróks. 1 sjúklingur.
Hofsós. Ég hef talið, að ein gömul kona hafi verið með þenna sjúk-
dóm, er ég kom í héraðið fyrir 4 árum. Hélt ég henni vel við nieð
lifrarsprautum, þar til síðast liðið sumar, er þær virtust eklcert gagua-
Konan dó svo skyndilega í ágúst, 74 ára gömul.
Grenivikur. Sami sjúklingur og áður. Lifrarlyf gefin honum í vöðva
öðru hverju.
Seyðisfj. Um 10 ára skeið hef ég haft sjúkling hér, sem ég álit a°
hafi haft og hafi þenna kvilla, án þess að sönnun hafi fengizt fyrn
því. Nú hefur rannsókn á blóði sjúklingsins í Rannsóknarstofu Ha-
skólans leitt í ljós, að svo sé. Sjúklingurinn helzt sæmilega við ine
vikulegum lifrarinnspýtingum og upp á síðkastið með aciduni folicum,
sem á að vera sérstaklega gott fyrir slíka sjúklinga.
Búða. 1 kona um fcrtugt. Fær að staðaldri Neo-hepatex í vöðva og
er með því móti hress og vinnufær.