Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 80
78
voru 2 sendir strax lil Blönduóss til uppskurðar, og voru báðir nieð
sprunginn botnlanga. 3 fóru siðar á sjúkrahús til uppskurðar.
Hvammstanga. 11 sjúklingar, ailir skornir á sjúkraskýlinu.
Blönduós. Með verra móti. Teknir 33 botnlangar, þar af 4 lir utan-
héraðsfólki. Nær hehningur, eða 15, voru teknir í kasti, og voru þar
af 3 sprungnir, en 2 nieð drepi; annar þeirra retrocoecal, og var þar
um 5 ára barn að ræða. 2 sjúklingar sendir frá Hólmavík með sprung-
inn botnlang'a, og var annar 8 ára drengur; fengu báðir streptomycin.
Langversta tilfellið var þó 4 ára gamall drengur, sem var fluttur
framan úr Vatnsdal um 40 km veg með sprunginn botnlanga inni
á milli smáþarma og mjög milda lífhimnubólgu. Honum var gefið
streptomycin og haldið við með saltvatns- og' glucose-inndæling-
um, en er á leið 1. vikuna, fór hann að fá ileuseinkenni, og var
á 8 dcgi gerður holskurður á ný. Loddi þá saman allt smágirnið,
og voru graftarpollar þar á víð og' dreif, en er reynt var að greiða
þetta lítið eitt til, kom gat á görnina, sem var í skyndi saumuð út
í magálinn. Drengurinn lá í nokkra daga milli heims og helju, en
hjarnaði smám saman við. Lá hann alls í rúma 4 mánuði á sjúkra-
húsinu, og' gekk saur út um sárið, sem ekki var hægt að loka
vegna þess, hve húðin í kring var fleiðruð. Var hann þá sendur á
Landsspítalann, og þar tókst að græða skinnið með því að skipta á hon-
um umbúðum á klukkutíma fresti. Ég er ekki í vafa um, að strepto-
mycinið varð þessum dreng til bjargar. Þetta er í 4. skipti, sem ég hef
orðið að grípa til þess þrautaúrræðis, síðan ég' kom hingað, að opna
görn út um magálinn vegna lífhimnubólgu eftir sprunginn botnlanga.
I öll skiptin var um börn á aldrinum 4 —7 ára að ræða, og tókst að
bjarga 3 þeirra með þcssari aðgerð. í þetta skipti, sem sagt cr frá her
að framan, taldi ég algerlega vonlaust um drenginn eftir seinna skurð-
inn, en hélt þó áfrain inndælingum og öllum öðrum tilfæringum, frek-
ar af einhverjum þráa og aðstandendum til hugarhægðar. Var svo að
vísu í hin skiptin einnig, og' hefur það sannfært mig um, að þeim
slynga sláttumanni á maður að sýna fulla óbilgirni í þess orðs upp'
runalegu merkingu.
Sauðúrkróks. 28 sjúklingar voru skornir vegna appendicitis.
Ilofsós. Nokkuð algeng, en þó færri tilfeJli en undanfarin ár. Ekk-
ert dauðsfall.
Akureyrar. Botnlangabólga algengur kvilli hér.
Grenivikur. Botnlangi tekinn úr tveimur sjúklingum.
Þórshafnar. 4 tilfelli.
Vopnafj. 2 tilfelli.
Segðisfj. Alltaf nokkur tilfelli á hverju ári. Flestir þeirra sjúklinga
skornir upp á milli kasta; botnlanginn nær alltaf reynzt sjúltur.
Búða. Sem fyrr tíður sjúkdómur hér og verður æ tíðari. Öll tilfelhn,
sem fyrir komu, voru skorin, ýmist á Seyðisfjarðarspítala eða i
Reykjavík.
Hafnar. 3 tilfelli, 2 sjúklingar skornir upp, annar á Landsspítalan-
um, en hinn á Akureyri.
Breiðabólsstaðar. 4 tilfelli, þar af 3 með perforatio og abscess. 1
sjúklingurinn skorinn upp hér, en lézt 4 dögum síðar úr lungnabólgu,