Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 82
80
um. Ber mest á C-vítamínskorti á vorin. Auk þess sjást væg beinkram-
artilfelli, þrátt fyrir almenna lýsisnotkun.
Brciðabólsstaðar. 3 ungbörn með rachitis, þó nokkur skólabörn með
vestigia racliitidis. Bætiefnaskortur er sennilega nokkuð algengur hér,
þó að ekki verði oft vart við skýr sjúkdómseinkenni af þeim orsökum.
Vestmannaeyja. Vart verður beinkramareinkenna á börnum á 1. og
2. ári, sem komið er með á heilsuverndarstöð ungbarna, en það batnar
oft fljótt og vel við kvartsljós og bætt mataræði, og er lýsi þá oft notað
mcð. B-fjörefnaskortur er afar algengur, einkum á vertíð og seinna
hluta vetrar, þegar garðávextir eru farnir að eldast, einkum kartöflur.
Færi þverrandi, ef fólkið fengist til að borða nýtt sjávarfang, einkum
hrogn, lifur og hausa, og notfæra sér soðið. Algengastur cr sjúkdómur-
inn á vanfærum konum, og þarf oft að gæta þeirra vel, svo að sjúk-
dómurinn geri þeim ekki mikið mein. Þeim batnar við ger, B-complex-
töflur eða inndælingar og umfram allt viðeigandi mataræði, ef kostur
væri á, en á því er oft misbrestur, svo að ágætt er að hafa Ivfin. C-
fjörefnaskortur með mesta móti á þessu ári. Hef cg vissu um, að •>
vanfærar konur hafa verið með skyrbjúg og 2 þeirra orðið að vera á
sjúkrahúsi 2 síðustu mánuði meðgöngutímans vegna sjúkdómsins,
sem ekki hefur batnað til fulls fyrr en eftir sængurleguna. Riboflavin-
skortur einnig talsvert útbreiddur, þrálátur mjög (cheilosis, stomatitis
angularis). Batnar oft ekki nema við breytt og bætt mataræði og ribo-
flavin í stórum skömmtum.
Eyrarbakka. Allmikið ber á avitaminosis.
9. Caries dentium.
Þingeijrar. Mjög útbreidd, en yfirleitt er ekki gert við tennur, því að
fólk á óhægt um vik að fara að heiman, og eru þær því látnar skemm-
ast meira og meira og loksins rifnar úr.
Flateyrar. Mjög áberandi, einkum í þorpunum. Dregnar voru 284
tennur úr 107 sjúklingum.
Bolungarvíkur. Tannútdrætlir 60 sinnum.
Ilólmavíkur. Mjög algengur kvilli. Þó eru nú, að ég held, fleiri börn
á skólaaldri með heilar tennur en undanfarin ár. 403 tennur voru
dregnar úr 66 sjúklingum.
Vestmannaeyja. Tannskemmdir tíðar í börnum og fullorðnuxn.
10. Diabetes.
Búðardals. Sjúkdóm þenna hef ég ekki fyrir hitt, siðan ég fór að fást
við lækningar.
ísafí. 1 tilfelli vægt, öldruð kona; hefur ekki þurft að nota insúlín-
Annar sjúklingur, háaldi’aður, sem lengi hafði notað insúlín, do 11
árinu (í Reykjavík).
Hólmavíkur. 2 sjúklingax-, sömu og áður, nota insúlín að staðaldn-
Dalvíkur. E-vítamíntöflur gefnar sykursýkissjúklingi hér; hafa ekki
borið árangur enn, en verða reyndar lengur.
Akureyrar. Tala sykursýkissjúklinga mun vera hin saxna og síðas
liðið ár, þ. e. a .s. 9, sem vitað er um í héraðinu.
Seyðisfi. Sykur í þvagi hef ég ekki fundið í mörg ár.
J