Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 84
82
eyðu í ytra lagi hauskúpunnar á gagnaugasvæðinu og auk þess litla
járnflís þar, en læknar þeir, sem höfðu hann til rannsóknar, vildu ekki
fallast á, að flogaveiki hans stafaði af meiðsli, heldur væri meðfædd;
gáfu þeir honum því venjuleg flogameðul og sendu hann heim við svo
búið. Ég var mjög óánægður með þessi málalok, enda batnaði mann-
inum ekki neitt, og horfði til vandræða með hann og heimili lians, en
hann á 4 smábörn, sitt á hverju ári. Eggjaði ég hann því og ættmenn
hans á að láta hann sigla til aðgerðar, og var það gert. Prófessor Busch
í Kaupmannahöfn skar hann svo, og sýndi það sig, að beinskænið,
sem var í botni hauskúpueyðunnar, hafði beyglazt og ert heilann, enda
eru nú góðar horfur á, að maðurinn fái fulla heilsu, eftir að þessi mis-
smiði hafa verið lagfærð.
Dalvikur. Epileptiker var sendur til Kaupmannahafnar til athug-
unar, Kom í ljós atrophia cerebri, og var gerð á honum aðgerð þar
ytra. Enn er of snemmt að álykta nokkuð um árangurinn.
14. Erysipeloid.
Bolungarvíkur. Að haustinu hefur fólk viljað fá erysipeloid á hend-
ur og fingur, en í þetta sinn hefur borið með minna móti á þessu.
Hvammstanga. Nokkur tilfelli, aðallega í sláturtíðinni.
Sauðárkróks. 6 sjúklingar.
Grenivíkur. 4 sjúklingar komu til mín með þenna kvilla, á þrexnur
í fingrum og á einum á fæti.
Þórshafnar. 1 tilfelli skráð á mánaðarskrá í ágúst.
Vopnajj. 6 tilfelli.
Segðisfj. Aðallega í fingrum og þá á haustin í sláturtíð stundum-
Bólgan hverfur fljótt við 1% rivanólbakstur, svo að ég hef aldrei þurft
að nota súlfalyf, sem annars er ráðlagt.
Búða. Nokkur tilfelli komu fyrir í sláturtíðinni, eins og oft áðui'.
Vestmannaeyja. Strjálingur, einkum á haustin og á vertíð frá hráæti
(kjöti og fiski). Pensilín reyndist afbragðs vel í þrálátum tilfelluni.
15. Fragilitas ossium.
Vopnafj. 2 sjúklingar, karl og kona (sbr. slys).
Segðisfj. 75 ára karlmaður, margbrotinn og allur farlama.
16. Furunculosis, panaritia, phlegmone.
Búðardals. Panaritia 4, furunculosis 2, abscessus 6, lympadenitxs
colli 2, lymphangitis acuta 1.
Þingegrar. Handarmein eru fátíð og góðkynjuð. 1 fingurmein var po
frekar slæmt. Var það panaritium ossale með broti á fremsta kögg 1
IV. fingurs. Batnaði ekki, fyrr en exarticulerað var. Angina Ludoyici.
1 tilfelli illkynjað og ljótt. Pensilín virtist ekki hafa nein áhrif a
veikina. Var því skorið inn á ígerðina, og bráðbatnaði veikin Pa-
Gert í staðdeyfingu.
Flategrar. Svipað og síðasta ár. Furunculosis 24, abscessus 12, Paa'
aritia 31, aðrar bólgur 29. Fór allt friðsamlega og fyrirhafnarlitx
vegna pensilínsins.