Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 86
84
23. Idiosyncrasia.
Flateyrar. Margs konar ofnæmiskvillar gera vart við sig, en virðast
þó flestir vera í sambandi við breytingar á mataræði; að minnsta kosti
ber mest á ofsakláða á vorin. Skráð eru 19 tilfelli.
Eyrarbakka. Allmikið ber á allergiskum kvillum.
24. Ileus.
Bolungarvikur. Kona er talin dáin af meltingarfærasjúkdómi, 40
ára að aldri. Hafði verið berklaveik um árabil og legið og dvalizt á
sjúkrahúsi ísafjarðar. Meðan hún dvaldist á sjúkrahúsinu, hafði hún
nokkrum sinnum fengið bráða uppsölu og þrautir í kviðinn. Varaði
þetta nokkra daga í senn. Eftir að hún kom heim, fékk hún þessi sömu
einkenni tvisvar sinnum eða svo. Meðan héraðslæknir var í sumaror-
lofi, féklt konan eitt sinn slíkt kvala- og uppsölukast. Læknir frá ísa-
firði er sóttur til hennar. Taldi hann sjúkdóm hennar ileus paralyticus.
Andaðist konan, stuttu eftir að læknir fór frá henni, enda mun hún
hafa verið dauðvona, er hann kom.
Blönduós. Ileus fékk kona um fimmtugt, og var hún lögð inn á
sjúkrahúsið til uppskurðar. Fannst þá mjög harður strengur aftur
við hrygginn, og hafði smágirni klemmzt undir hann. Strengurinn var
sltorinn í sundur, en farið, sem var eftir hann í görnina, leit svo grun-
samlega út, að tekin var felling í hana og serosa saumuð saman yfir
það. Konan fékk fullan bata.
25. Lupus erythematosus.
Sauðárkróks. 1 sjúklingur.
26. Migraene.
Vopnaff. 3 tilfelli.
Búða. 2 ungar konur hafa þenna sjúkdóm.
27. Morbus Basedowii.
Búða. 1 karlmaður og 1 kona. Bæði send á Landsspitalann og skorin
þar. Hjá konunni var um að ræða recidiv.
28. Morbus cordis.
Búðardals. 3 sjúklingar.
Reykhóla. 1 telpa, 5 ára, með morbus cordis congenitus.
Þingeyrar. Nokkrir ganga hér með mb. cordis, þar af eru 2 með ineð-
fæddan.
Flateyrar. 15 sjúklingar vitjuðu mín með hjartabilanir. 3 dauðsfon-
Ilólmavikur. 4 sjúklingar, 3 létust, allt gamalmenni með incom-
pensatio.
Grenivíkur. 3 tilfelli.
Þórsliafnar. 3 tilfelli.
Vopnaff. 3 tilfelli.
Seyðisff. Nokkrir ganga með þenna sjúkdóm, og er hann vandnie '
farinn. Ég býst við, að digitalis sé stundum misnotað á þessu svi i-
Búða. Angina pectoris hafa 1 kona á fimmtugsaldri og 1 karlmaður
um sextugt.
J