Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 88
86
öðrum, þó að allaf takist að losa hvern eistakling við hann i bili með
gentian-violettöflum og Ungv. hydrargyri.
Vikur. 13 tilfelli.
Vestmannaeyja. Algengur kvilli í börnum og fullorðnum. Hreinlæti
er aðalatriðið til lækningar og varnar. Eitthvert lið er að tabl. gentian-
violet, þó að ekki sé það einhlítt.
36. Paralysis agitans.
ísafj. 2 aldraðir sjúklingar, karl og kona. Konan hefur nú um 10 ára
skeið dvalizt á sjúkrahúsi Isafjarðar, en hinn dvelst enn heima og
hefur fótavist.
Vopnafj. 2 tilfelli, áður skráð.
Seyðisfj. 65 ára kona, og hrakar sífellt.
Búða. 1 kona á fimmtugsaldri.
37. Phthirius pubis.
Búðardals. 1 tilfelli.
Þingeyrar. 1 sjómaður leitaði læknis vegna þessa kvilla.
38. Psoriasis.
Vopnafj. 1 tilfelli.
Seyðisfj. Hvimleiður kvilli, og sé ég hann hér stundum. Lækninga-
tilraunir bera oftast litinn árangur.
39. Rheumatismus.
Búðardals. Eins og víðar á landi hér er mjög mikið um alls konar
„gigt“, sem virðist jafnt herja á karla sem konur og er ill viðskiptis.
Töflur, plástrar og bakstrar gagna oft lítið, og g'rípa menn þá oft til
eigin ráða og tekst stundum vel. Einn maður hefur sag't mér, að sér
gefist bezt að taka brennivín við gigtinni. Hvort margir nota þetta ráð,
veit ég ekki. í Berufjarðarhéraði notuðu menn seyði af kaffibaun-
um, er allt annað brást.
Þingeyrar. Allalgeng. Mest ber á vöðvaverkjum.
Flateyrar. Gigt er algeng í ýmsum myndum, einkum myalgíur og svo
bakverkir, sem oft stafa af kölkunum á og umhverfis hryggsúluna. 3
tilfelli af ischias; var eitt þeirra mjög hatramint. Við nánari athugun
og eftirgrennslan kom í Ijós, að um diskuslos væri að ræða. Var sjúk-
lingurinn sendur suður, skorinn og fékk fullan bata.
Hólmavíkur. 94 sjúlclingar með gigt í ýmsum myndum leituðu
læknis, alls 233 sinnum. Erfitt að veita mikla iirbót, þótt ýmislegt sé
reynt.
Vopnafj. 7 tilfelli.
Breiðabólsstaðar. Gigt af ýmsu tagi. 4 með arthritis deformans,
nokkrir með vöðva- og taugagigt, aðrir með harðsperrur og atvítamin-
ósur, einstaka með fótakvilla, svo sem pes planus, er valda svo bak-
verkjum og „gigt“.
40. Sclerosis disseminata.
ísafj. 1 sjúklingur. Hefur nú verið veikur i ca. 12 ár. Hann ekur um
í vélknúnum hjólastól.
Vopnafj. 1 tilfelli, áður skráð.