Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 90
88
Seydisfi. Er slæmur kvilli og vandmeðfarinn, en ekki óalgengur. Há
undirbinding á v. saphena magna hjálpar vel, þar sem hún á við, eða
þar sem hið djúpa bláæðanet er ekki lokað, en ekki mun það vera
óalgengt vegna thrombosis.
Vestmannaeyja. Einkum á konum, sem gengið hafa með börn, og um
meðgöngutímann, sömuleiðis á körlum í erfiðisvinnu og þá oft sam-
fara eczema.
D. Kvillar skólabarna.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðanir hafa borizt úr öllum læknishéruðum
nema 1 (Hesteyrar), þar sem um ekkert skólahald er lengur að ræða,
og taka til 14087 barna.
Af þessum fjölda barna voru 7 talin svo berklaveik við skoðun-
ina, að þeim var vísað frá kennslu, þ. e. 0,5%o. Önnur 71, þ. e. 5,0%o>
voru að vísu talin berklaveik, en leyfð skólavist.
Lús eða nit fannst í 630 börnum, eða 4,5%, og kláði á 8 börnum
í 2 héruðum, þ. e. 0,6%. Geitur fundust elcki í neinu barni, svo að
getið sé.
Við skoðunina ráku læknar utan Reykjavikur sig á 107 af 8993
börnum með ýmsa aðra næma kvilla, þ. e. 1,2%. Skiptust kvillar
þeirra, sem hér segir:
Angina tonsillaris..................... 22
Catarrhus resp. acutus .................. 76
Parotitis epidemica ...................... 1
Herpes zoster ............................ 1
Impetigo contagiosa....................... 4
Varicellae ............................... 3
Samtals 107
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
fívik (5094 börn skoðuð). AIls voru skoðaðir 6 barnaskólar og hafa
4 þeirra sérstakan skólalækni, þ. e. innanbæjarskólarnir. Helztu kvill-
ar, sem í börnunum fundust, voru þessir: Austurbæjarbarna-
skóli (1569): Beinkröm 36, berklaveik, en leyfð skólavist, 6, blóðleysi
25, eitlabólga (smávægileg) 68, eitlingaauki 82, ekzema 9, heyrnardeyfa 4,
hryggskekkja 45, kviðslit (nára- og nafla) 12, málgallar 1, pes planus
145, sjóngallar 46. Kópavogsbarnaskóli (128): Beinkröm 1»
eitlingaauki 23, hryggskekkja 2, kryptorchismus 1, tannskemmdir i
64 börnum. Laugar nesbar naskóli (1217): Beinkröm 126,
berklaveik, en leyfð skólavist, 4, eitlabólga (mikil) 3, eitlabólga (smá-
vægileg) 186, eitlingaauki 252, ekzema 9, heyrnardeyfa 8, hryggskekkja
41, höfuðlús 4, kviðslit (nára og nafla) 32, málgallar 8, pes planus 88,
sjóngallar 170. Melabarnaskóli (1079): Asthma 2, beinkröm llð.
berklaveik, en leyfð skólavist, 6, blóðleysi 30, eitlabólga (mikil) 3, mtla-
bólga (smávægileg) 321, eitlingaauki 51, ekzema 9, heyrnardeyfa 9,