Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 92
90
þrifið. Algengasti kvillinn er sem áður tannskemmdir; aðrir kvillar
þessir: Adenitis colli 38 (á flestum smávægileg), vegetationes adenoideae
5, blepharitis 2, conjunctivitis 1, hypertrophia tonsillaris 19, myalgiae
3, neuritis 1, Osgood-Schlatters sjúkdómur 1, parulis 1, pes planus 4,
psoriasis 1, scoliosis 1. gr. 16, fract. columnae thoracalis sequelae 1,
sinusitis frontalis 1, sjóngallar 16.
Flateyrar (140). Heilsufar skólabarna var yfirleitt gott á árinu, og
var lítið um fjarvistir frá námi veg'na veildnda. Sjá má nú orðið bætta
afkomu almennings og kjarnmeira viðurværi á börnunum. Útlit þeirra
var með bezta móti á þessu ári, bæði að holdafari, klæðaburði og
hreinlæti. Var lús með minnsta móti, en tannskemmdir áberandi,
einkum í þorpunum.
Bolungarvíkur (105). Óþrif á skólabörnum hér hafa mikið minnkað.
Á DDT skordýraeitur sinn góða þátt í því samfara auknum áhuga fólks-
ins fyrir útrýmingu þessari. Kokkirtlar stórir 7, nefkirtlar 1, hrygg-
skekkja 1, truflanir á sjón 6.
tsafj. (409). Eins og áður bar mest á tannskemmdum. Óþrifakvillar
eru nú hverfandi. Segja má, að telcizt hafi að kveða lúsina niður, þó
að erfitt sé að hreinsa síðasta heimilið. Nú fannst lús eða nit á að-
eins 13 börnum í barnaskólanum, eða tæplega 4%. Barnaskól-
arnir í Eyrarhreppi (67 börn): Hryggskekkja 9, rachitisein-
kenni á brjósti 10, ilsig 4. Barnaskóli ísafjarðar (322 börn):
Hryggskekkja 7, rachitiseinkenni á brjósti 5, ilsig 6, stækkaðir kok-
og hálseitlar 6, naflatog 3, atresia musculi pectoralis majoris sinistri
1, pes equinus sequ. poliomyelitidis 1, „patent“ ductus arteriosus 1»
achondrodystrophia 1, holgóma 1, tileygt 1, psoriasis 1. Tannathug-
anir og viðgerðir skólatannlæknis skólaárið 1946—1947: Caries 1454.
Total 5597. Cariesfrequens 26% (börn 230). Tannathuganir og við-
gerðir skótatanntæknis skólaárið 1947—1948: Caries 1555. Total 5876.
Cariesfrequens 26,5% (börn 240).
Ögur (61). Lúsin erfiðust viðureignar. Aftur á móti virðast tann-
skemmdir stöðugt fara minnkandi, sérstaklega í hinum afskekktari
sveitahéruðum. Heilsufar annars með ágætum. Hryggskekkja 3, bein-
kramareinkenni 4, ilsig 1, impetigo 1, stækkaðir hálseitlar 1.
Árnes (60). Skólabörnin yfirleitt hraust. Börnin úr sveitinni eru
áberandi mannvænlegri en úr sjávarþorpunum Gjögri og Djúpuvík,
þótt á því séu undantekningar. Þetta fannst helzt athugavert, auk
tannskemmda og óþrifa: kokeitlaauki 13, eitlaþroti 12, sjóngallar 7,
heyrnargallar 3, hryggskekkjuvottur 6, facies adenoidea 6, spondy-
litidis tuberculosae sequelae 1, struma 1, dystrophia adiposogenitalis 1-
Hólmavíkur (158). Skólabörn yfirleitt vel hraust og öllum leyfð
skólavist. Algengustu kvillar voru: Tannskemmdir 103, kokeitlaauki
38, hálseitlaþroti 9, sjóngallar 20, heyrnargallar 2, beinkramareinkenni
5, hryggskekkja 10, facies adenoidea 8, adipositas 2, urticaria et eczenia
3, anaemia 3, asthma 2, hernia umbilicalis 1, blepharitis 1 og inferioritas
mentalis 1. Nit í 34 börnum, en alls staðar voru gerðar ráðstafanu
til aflúsunar. Er það stór framför frá árinu áður.
Hvammstanga (87). Öll börnin vel frísk og engu bönnuð skólavist.