Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 94
92
Nes (201): Öllum börnum leyfð skólavist. Þau yfirleitt vel útlít-
andi og engir sérstakir kvillar auk tannskemmda og eitlaþrota. Lús fer
minnkandi, en reynist þó erfitt að útrýma henni með öllu.
Búða (138): Aigengustu kvillar skólabarna eru tannskemmdir.
Hypertrophia tonsillaris 22, adenitis colli (non tuberculosa) 13, scoliosis
1. gr. 11, psoriasis 1, kyphoscoliosis 1. Að öðru leyti voru börnin hraust,
og var öllum leyfð skólavist.
Djúpavogs (77). Skólabörn yfirleitt hraust. Allmikið um tann-
skemmdir, en ástandið þó betra í sveitunum.
Hafnar (83). 14 með kokeitlaauka (auk þess kokeitlar skornir úr
2), 3 með hryggskekkju, 3 með sjónskekkju, 4 með greinileg vestigia
rachitidis (með liðagigt).
Breiðabólsstaðar (75). Hypertrophia tonsillaris 14, eitlaþroti á hálsi
50, væg hryggskekkja 6, vestigia rachitidis 1. gr. 2, atrophiae eftir
mænusótt 1946 1, conjunctivitis 1, habitus pychnicus 2.
Víkur (85). Adenitis colli 31, hypertrophia tonsillaris 22.
Vestmannaeijja (445). Barnskóli kaupstaðarins (415): Yfir
þroskaaldur 364, undir þroskaaldri 51. Nærsýni 3, strabismus 2,
heyrnardeyfa 4, skakkbak áberandi 25, eitlaauki 6, eitlaþroti 1, nit
3, blóðleysi 2, holgóma 1. Barnaskóli S. D. A. (30): Yfir
þroskaaldur 23, undir 7. Eitlaauki 2, skakkbak 2. Börnin þar með
hraustasta móti og hreinleg. Smábarnaskóli með 40 börnum var skoð-
aður, svo og kennarar. Börnin þar yfirleitt hreinleg og hraustleg.
Eyrarbakka (144). Tannskemmdir gnæfa yfir alla aðra kvilla. Nokk-
uð bar á sjóngöllum. Minna um óþrifakvilla en nokkru sinni fyrr.
Selfoss (260). Scoliosis 29, hypertrophia tonsillaris 105, adenitis
submaxillaris 12, myopia 38, verucae variae 3, anaemia 2, furunculosis
1, acne vulgaris 3, pityriasis capitis 2, strabismus 1, pes planus 16,
fract. claviculae 1, cretinismus 1.
Laugarás (166). Lúsin er orðin mjög fátíð, þó að lengi sé eitt og eitt
heimili, sem lúsin loðir við og berst frá með börnum þaðan í skólana.
Þarf ekki nema einn gikk í hverri veiðistöð til að útbía allan skólann.
Þó fer nú slíkum heimilum sífækkandi, og væntanlega á lúsin ekki
mörg ár ólifuð í héraðinu, því að alltaf er skorin upp herör, þegar
hennar verður vart í skólunum. Þessir kvillar fundust í skólabörnun-
um: Adipositas 3, angina 1, blepharitis 2, adenitis colli 46, vegeta-
tiones adenoideae 4, heyrnardcyfa (smávegis) 3, sjónskekkja (lítil)
20, meira háttar 5, hypertrophia tonsillaris 23 (tonsillektomeruð 5),
hryggskekkja (oftast smá kyphosis) 9, ilsig 15 (flest á Skeiðum),
condaktylia pedis 1, perforatio membranae auris 1, pharyngitis 4,
rhinitis 1, strabismus 1, tachycardia 1, urticaria 2, Tallquist undu
70% 8, óeðlilega holdgrönn 4. Annars voru börnin yfirleitt hraust-
leg og sælleg.
Keflavíkur (657). Langmest ber á tannskemmdum, en þó misnaun-
andi. í 2 hreppum eru tiltölulega mörg börn með allar tennur heilai
og sterklegar, og væri fróðlegt til rannsóknar með tilliti til fæðu og
neyzluvatns. Allmörg skólabörn eru með eitlaþrota á hálsi, svo pg
hryggskekkju. Lús og nit er mér óhætt að segja að fer minnkandi. Þo