Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 96
94
ins er vitjað. Sjálí'stætt sjúkdómstilfelli er einnig beinbrot, en brotni
sama persóna oftar en eitt sinn á sama ári, er hvert brot sjálfstætt sjúk-
dómstilfelli, að ekki sé talað um þá fjarstæðu að skrá sem einn
sjúkling persónu, sem veikist af mislingum og beinbrotnar á hinu
sama ári.
Meðalsjúklingafjöldi (ef um slíkt er hægt að tala, svo ósamstæðar
sem tölurnar eru) nemur á árinu (í Árneshéraði umreiknað til heils
árs) 89,9% af íbúatölu héraðanna (á fyrra ári 104,4%). Fjöldi
læknisferða á árinu nemur til uppjafnaðar 106,1 (109,8).
Á töflu XVII sést aðsókn að sjúkrahúsum á árinu. Legudagafjöldi
er svipaður og árið fyrir: 419072 (420254). Koma sem fyrr 3,1 sjúkra-
húslegudagar á hvern mann í landinu (1947:3,1), á almenningssjúkra-
húsum 1,7 (1,7) og á heilsuhælum 0,73 (0,74).
Sjúkdómar þeirra sjúklinga, sem lágu á liinum almennu sjúkra-
húsum á árinu, flokkast þannig (tölur siðasta árs í svigum):
Farsóttir........................... 3,1% (3,8%)
Kynsjúkdómar ..................... 2,0— ( 4,4—)
Berklaveiki ...................... 2,3 — ( 3,1 —)
Sullaveiki ....................... 0,1 — ( 0,1 —)
Krabbamein og illkynjuð æxli...... 2,6— ( 3,1—)
Fæðingar, fósturlát o. þ. h....... 13,6— (12,7—)
Slys ............................... 7,2— (6,5—)
Aðrir sjúkdómar .................. 69,1 — (66,3 —)
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
ólafsvíkur. Aðsókn að lækni í meðallagi. 3 ferðir í Staðarsveit, 4 í
Fróðárhrepp, 7 í Breiðavíkurhrepp, 45 á Hellissand.
Búðardals. Flestar ferðir farnar í bíl. Þökk sé hinum góða vetri.
Patreksfj. Læknis mikið vitjað eins og undan farin ár.
Þingeijrar. Aðsókn að lækni svipuð og árið áður. Ferðir eins. íbúar í
Auðkúluhreppi eiga mun auðveldara með að vitja læknis að Bíldudal
og gera það eðlilega, svo að ég hef frekar lítið af þeim að segja.
Flategrar. Læknissnotkun hefur verið mikil á árinu, enda þótt
heilsufar hafi verið gott. Ef allt er með talið, vitjanir mínar til sjúltra
og vitjanir sjúkra á viðtalsstofu mína, umbúðaskiptingar, lyfjagjafir,
innspýtingar og aðrar framhaldsaðgerðir, verður tala sjúklinga 2299.
Ekki held ég, að þetta allt hafi verið nauðsynlegt.
ísafj. Erfitt er að gera sér fulla grein fyrir aðsókn að læknum; miðað
við gott ár með tilliti til farsótta, mætti búast við töluvert minni að-
sókn að læknum í ár en í fyrra, en miðað við útgefna lyfseðla virðist
ekki mikil breyting á aðsókn að lækni frá ári til árs. Lyfseðlafjöld-
inn var þessi ár hjá sjúkrasamlagi ísafjarðar s. 1. 3 ár: 1946: 8172,
1947: 8858, 1948: 8359. Yfirleitt er janúar mesti lyfseðlamánuðurinn,
eins og ef til vill má búast við, eftir óhóf jóla og nýárs í mat og
drykk o. fl.
Árnes. Fyrstu 4 mánuði ársins, sein ég þjónaði héraðinu, fór ég að-
eins eina ferð um héraðið og skoðaði 19 sjúklinga. Símleiðis leituðu
mín 28 sjúklingar á sama tíma. Síðustu 3 mánuði ársins fór ég tvær