Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 97
95
ferðir (i okt. og nóv.), vitjaði og skoðaði 53 sjúklinga á 12 stöðum,
auk skólabarna. Á sama tíma leituðu mín 11 sjúklingar til Hólma-
víkur og 21 simleiðis.
Hólmavíkur. Sjúklingafjöldi og ferðir virðast enn fara í vöxt. Lækn-
ishjálp var veitt 1185 sjúklingum, 2475 sinnum. Sjúkravitjanir 451.
Blönduós. Aðsókn mun hafa verið svipuð og árið á undan, en ferða-
lög nokkru meiri, enda voru allmargar ferðir farnar sérstaklega til
bólusetningar geg'n barnaveiki. Vegalengd farin í læknisferðum um
8700 km. Voru þar í noklcrar ferðir út vír héraðinu til aðstoðar við
nágrannalækna.
Sauðárkróks. Alls voru skráðir hjá læknum heraðsins 2469 sjúk-
lingar á árinu, 919 karlar, 889 konur og 661 barn. Er þetta nokkru
færra en síðast liðið ár. Ferðir út um héraðið höfum við farið 150,
auk skólaskoðunarferða. Er það með langflesta móti. Skiptast þær
þannig á rnánuði: Jan. 19, febr. 6, marz 8, apríl 10, maí—júní 31, júlí
17, ág. 11, sept. 8, okt. 9, nóv. 12 og des. 19.
Hofsós. Farnar voru 194 ferðir, þar af 47 ferðir í Fljótin.
Ólafsff. Til mín leituðu 818 sjúklingar, hver talinn einu sinni, þótt
oft komi. Er það yfir 90% héraðsbúa. Heilsufar var samt með bezta
móti.
Breiðabólsstaðar. Sumir sjúklinganna taldir oftar en einu sinni
vegna sama sjúkdóms, og er því raunverulega talan nokkru lægri.
Vestmannaeyja. Aðsókn að læknum með minna móti vegna fárra
farsótta. Talsvert var hér um erlend fiskiskip á vertíð, einkum fær-
eysk, sem leituðu hér hafnar í marzmánuði og lágu hér vegna illviðra.
Keflavíkur. Aðsókn að læknum rnjög mikil, enda héraðið stórt og
rnannmargt, á 5. þúsund, auk þess, sem bætist við á vertíð í Kefla-
yík, Sandgerði, Grindavik og Njarðvikum. Er ekki vanþörf á að létta
á læknum með því að stofnsetja hér reglulega lyfjabúð, og mun ég taka
það mál upp aftur á næsta ári.
F. Augnlækningaferðir.
Samkvæmt lögum nr. 12 25. janúar 1934 ferðuðust 4 augnlæknar
unr landið á vegum heilbrigðisstjórnarinnar: Kristján Sveinsson,
augnlæknir í Reykjavík, um Vestfirði, Helgi Skúlason, augnlæknir á
Akureyri, um Norðurland, Bergsveinn Ólafsson, augnlæknir í Reykja-
vik, um Austfirði, og Sveinn Pétursson, augnlæknir í Reykjavík, um
Suðurland.
Hér fara á eftir skýrslur þeirra um ferðirnar:
1. Kristján Sveinsson.
Ferðalögunum hagað svipað og undanfarin ár. Víðast mikil aðsókn.
Flestir með kvartanir vegna aldursbreytinga í augum, sjóngalla eða
uonjunctivitis. Skipting eftir stöðum og helztu sjúkdómum sem hér
segir: