Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 99
97
þess var óskað og ferðaáætlunin leyfði. Alls skoðaði ég 554 sjúklinga
°g fylgdi sömu reglum og undanfarin ár um sjúkdómsgreiningar. Um
sjúklingana vil ég taka fram: Sjúklinga steinblinda á báðum augum
sá ég ekki á ferðalaginu, en nokkur gamalmenni mjög sjóndöpur. Eitt-
hvað mun þó vera af alblindu fólki á Austfjörðum, þótt ekki vitjaði
það mín í þetta sinn. Allmarga glákómsjúklinga, einkum nýja, sá ég,
sem þurftu uppskurðar við, og hefur aðgerð nú farið fram á mörgum
þeirra. Nokkrir þeirra hafa þó ekki komið til aðgerðar, sumir vegna
þess að þeir vona, að sjúkdómurinn sé ekki eins illkynja og læknir-
inn hefur talið. Virðist mér þetta ekki óalgengt, einkum þegar fyrra
auga sýkist. Aðrir ef tiJ af vantrú á læknisaðgerð, sem mannlegt er,
þótt ekki sé það að öllu leyti verðskuldað, þar sem góður árangur
næst hér eflaust á 70—80% þeirra, er til aðgerðar koma. Ekki Arar að-
gerð aðkallandi á öllum þeim, sem taldir voru hafa cataracta, en hún
hefur þegar verið framkvæmd á þeim, er verst voru farnir. Af fágætum
augnsjúkdómum vil ég nefna retinitis pigmentosa á gömlum manni
úr Mjóafirði; eina konu hef ég áður séð með sjúkdóm þenna. Var hún
frá Reyðarfirði. Ekki er mér kunnugt um skyldleika þeirra á milli, en
sjúkdómurinn er sem kunnugt er ættgengur. Engar stórar óperationir
gerði ég á ferðalaginu.
3. Helgi Skúlason.
Viðkomustaðir og dvöl á þeim samkvæmt áður auglýstri áætlun.
AUs leituðu mín á ferðalaginu 416 manns, og skiptust þeir niður á við-
komustaði sem hér segir: Sauðárkrókur 86, Hvammstangi 43, Blöndu-
ós 57, Kópasker 18, Þórshöfn 16, Húsavík 61, Siglufjörður 135, alls 416.
Helztu kvillar — auk sjónlagsgalla — voru þessir: Amblyopia 5, aniso-
koria 2, anopthalmus artificialis 4, aphakia artificialis 3, blepharo-
conjunctivitis 3, cataracta incipiens (V. 0,5) 12, nuclearis 3, senilis 4,
chorioiditis disseminata 1, chorioretinitis centralis, seq. 4, conjunctivi-
tis acuta v. subacuta 26, chronica 30, ekzematosa 1, corpus alienum
palpebrae 1, dacryocystitis suppurativa 4, dacryostenosis 3, epifora 12,
glaucoma 24, hordeolum habituale 1, haemorrhagia maculae luteae 1,
kauterisatio (KOH) bulbi c. perforatione 1, keratitis 2, kerato-
conjunctivitis 1, keratoiridocyclitis 1, macula corneae 4, melanosar-
coma bulbi perforans 1, opacitates corneae 1, perforatio bulbi, seq. 1,
phthisis bulbi 1, retinitis 2, strabismus 6, subluxatio lentis congenita
f. trichiosis 1, ulcus infectum corneae 1. Af glákómsjúklingunum höfðu
10 aldrei leitað augnlæknis fyrr. Af þeim var einn að lieita má blindur.
Hefur þó verið búsettur á Siglufirði, þar sem augnlæknir hefur til-
tölulega langa viðstöðu á hverju sumri síðustu árin. Uppgötvaði fyrir
- árum, að hann sá lítið sem ekkert á öðru auga, en ekki rumskaði
tiann við, fyrr en eins var komið fyrir hinu. Þá var brugðið við — til
að fá gleraugu. Ánægjulegt, hvað lítið virðist orðið um scrophulosis
1 augum, móti því sem áður var. Frain yfir 1930 gengu til mín á öllum
fhnuin ársins einn eða fleiri krakkar með keratoconjunctivitis ekzema-
losa. Og margt af því voru svæsin tilfelli, sem þörfnuðust daglegrar
nieðferðar vikuin og jafnvel mánuðum saman. Nú eru þess háttar
sjuklingar blátt áfram sjaldséðir — varla að maður sjái lengur „ær-
13