Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 100
98
lega“ phlyctenu, hvað þá meira. Hvernig skyldi reynsla hinna augn-
læknanna vera? Meira háttar aðgerðir voru engar gerðar á ferðalaginu.
Sjúklinginn með melanosarkómið (konu á áttræðisaldri) lét ég fara til
Akureyrar og gerði þar exenteratio orbitae.
4. Sveinn Pétursson.
Dvaldist í Vík i Mýrdal 18. júní, og skoðaðir 27 sjúklingar, á Stór-
ólfshvoli 19. júní, og skoðaðir 19 sjúklingar, í Vestmannaeyjum 22.—
30. júní, og skoðaðir 146 sjúklingar. Flestir komu til mín vegna sjón-
lagstruflana og með bólgur i ytra auga og fengu þá meðferð, sem við
átti í hvert sinn. Þó nokkrir komu með sjúkdóma í táragöngum, og
voru 12 þeirra stílaðar, en aðrir fengu útskolanir á táravegum. Catar-
acta höfðu margir, aðallcga á byrjunarstigi. Iritis og retinitis (senilis)
fundust einnig. 3 sjúklingar komu til mín í Vestmannaeyjum með
glaucoma simplex, sem eigi höfðu fengið meðferð áður, voru 2 þeirra,
konur um 60 ára, ópereraðar á sjúkrahúsi Vestmannaeyja, önnur
á báðum augum. 3. sjúklingurinn (karlmaður 58 ára) fékk medicinska
meðferð.
Að öðru leyti láta læknar þcssa getið:
ísafi. Augnlæknir tók á móti sjúklingum hálfs mánaðar tíma hér
í bænum, eins og undafarin ár.
Breiðabólsstaðar. Enginn augnlæknir hefur komið hér síðast liðin
5 ár, og er það mjög bagalegt vegna gainla fólksins, sem ekki getur
ferðazt.
Vestmannaeyja. Margir leituðu til Sveins Péturssonar augnlæknis,
þegar hann var hér í vor á vegum heilbrigðisstjórnarinnar.
IV. Barnsfarir.
Töflur XII—XIV.
Á árinu fæddust samkvæmt tölum Hagstofunnar 3820 lifandi og
81 andvana barn.
Skýrslur ljósmæðra geta fæðinga 3845 barna og 65 fósturláta.
G,etið er um aðburð 3834 barna, og var hann i hundraðstölum,
sem hér segir:
Höfuð bar að:
Hvirfil............................. 94,8 %
Framhöfuð........................... 2,0 —
Andlit .............................. 0,2 — 97,0 %
Sitjanda og fætur har að:
Sitjanda ............................ 2,2 —
Fót ................................. 0,6 — 2,8 —
Þverlega .................................... 0,2 —
88 af 3828 börnum telja ljósmæður fædd andvana, þ. e. 2,3% — í
Reykjavík 39 af 1895 (2,1%) — en hálfdauð við fæðingu 65 (1,7%).