Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 101
99
Ófullburða telja þær 161 af 3784 (4,3%). 18 börn voru vansköpuð,
þ. e. 4,7%0.
Af barnsförum og úr barnsfararsótt hafa dáið undanfarinn áratug:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
Af barnsförum 34 10 87876 10 7
Úr barnsfarars. 213 3 31111,,
Samtals ...... 5 5 13 11 10 9 8 7 11 7
í skýrslum lækna um fæðingaraðgerðir (tafla XIV) eru taldir
þessir fæðingarerfiðleikar helztir: Fyrirsæt fylgja 8, alvarlega föst
fylgja (sótt með hendi) 8, fylgjulos 8, meira háttar hlæðingar 12,
fæðingarkrampar 5, grindarþrengsli 9, þverlega 2, legbrestur 1 og
framfallinn lækur 5.
Á árinu fóru fram 39 fóstureyðingar samkvæmt lögum, og er gerð
grein fyrir þeim í töflu XII. Hér fer á eftir
Yfirlit
um þær fósturej'ðingar (9 af 39, eða 23,1%), sem voru framkvæmdar
meðfram af félagslegum ástæðum.
Landsspítalinn.
1. 26 ára g. verkamanni í Reykjavík. 2 fæðingar og 1 fósturlát á 2
árum. Komin 6 vikur á leið. 2 börn (2 og %2 árs) í umsjá konunnar.
íbúð léleg. Skilin frá eiginmanni og vanfær eftir annan. Fjár-
hagsástæður mjög slæmar.
Sjúkdómur: Depressio mentis.
Félagslegar ástæður: Örbirgð. Hjúskaparöngþveiti. Um-
komuleysi.
2. 30 ára g. flugvallarstarfsinanni í Reykjavík. 7 fæðingar og 1 fóst-
urlát á 6 árum. Komin 4—5 vikur á leið. 6 börn (12, 9, 7, 5, 3 og
2 ára) í umsjá konunnar. Ibúð sæmileg. Fjárhagsástæður sæmi-
legar.
Sjúkdómur: Lues II. Psychoneurosis & depressio.
F é 1 a g s 1 e g a r á s t æ ð u r : Ómegð.
3. 42 ára g. verkamanni i Reykjavík. 8 fæðingar á 16 árum. Komin
7 vikur á leið. 8 börn (16, 14, 11, 9, 7, 4, 3 og 1 árs) í umsjá kon-
unnar. íbúð: 2 herbergi og eldhúskríli í timburskúr, mjög þröng
og óvistleg. Fjárhagsástæður 18 þúsund króna árstekjur.
Sjúkdómur: Asthenia.
Félagslegar ástæður: Ómegð og fátækt.
4. 32 ára g. sölumanni í Reykjavík. 1 fæðing og 1 fósturlát á 6 árum.
Komin 9 vikur á leið. 1 barn (6 ára) í umsjá konunnar. íbúð: 1
sæmilegt herbergi og eldhús. Fjárhagsástæður: 12—15 þúsund
króna árstekjur.
S j ú k d ó m u r : Nephritis.
Félagslegar ástæður: Eiginmaður ofdrykkjumaður, er
misþyrmir konunni.