Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 103
101
hydramnion. Fyrst var stungið á abdomen og tæmdir út 2 litrar, en
þykktin stækkaði eftir sem áður óeðlilega, og voru þá sprengdir
belgir og framkölluð fæðing. Legvatn var um 5 lítra. Af 7 keisara-
skurðum var einn vaginal keisaraskurður gerður að 26—27 vilcna fóstri
vegna nýrnabólgu og fleiri sjúkdóma konunnar. Um hina 6 keisara-
skurðina er þetta sagt: Einn var gerður vegna grindarþrengsla, og lifðu
bæði móðir og barn, 2 voru gerðir vegna fyrirsætrar fylgju, önnur
konan dó, og barnið var andvana. í hitt skiptið iifðu bæði. Einn var
gerður vegna heilasjúkdóms móðurinnar. Bæði lifðu. Einn var gerður
vegna sóttleysis, og lifðu bæði. Ástæðu fyrir einum keisaraskurðinum
er ekki getið, en bæði lifðu. Talið er, að 3 sængurkonur hafi dáið:
1) G(. G., 34 ára frumbyrja. Var heilsuiaus sjúklingur. Hún ól full-
burða barn án sérstakrar hjálpar, en hrakaði eftir fæðinguna, þrátt
fyrir aliar tilraunir. Barnið dó viku gamalt úr heilablóðfalli. Af kon-
unni smádró, og dó hún á 10. degi. Banamein talið sclerosis renum,
albuminuria & nephritis in graviditate, purpura primaria, pericarditis
chronica og myocarditis chronica. 2) B. P., 35 ára fjölbyrja. Fyrirsæt
^ylgja, barn í sitjandafæðingu. Kom á fæðingardeildina kl. 5, en kl. 7 var
gerður keisaraskurður. Barnið var andvana. Þrátt fyrir miklar blóð-
gjafir fyrir og eftir aðgerðina dó konan sama dag kl. 9. 3) A. Ó. R.,
35 ára fjölbyrja. Ætlaði að fæða heima, en var flutt á Fæðingardeild-
ina eftir mikið stríð. Barnið var tekið með töng andvana. Það var
stórt (1. 60 sm, þ. 5 kg, höfuðmál 36—40 sm). Konunni þyngdi stöð-
ugt, og dó hún eftir 5 daga. Banameinið var legbrestur, sem hún
sennilega hefur fengið, áður en hún kom á Fæðingardeildina. Ég vil
í sambandi við þessar dánu sængurkonur benda á, að samkvæmt dán-
armeinaskýrslunni þetta ár eru aðeins 2 konur taldar dánar af barns-
burðarsjúkdómum. Mun það vera vegna þess, að ein þessara kvenna
hefur ekki verið talin deyja beint af þeim sökum, þó að hún létist á
sænginni. Hefur dánarvottorðið því hljóðað upp á aðra sjúkdóma.
Ljósmæður telja, að 11 börn hafi verið vansköpnð. Er vanskapnaður-
inn talinn hafa verið þessi: 2 börn voru með spina bifida, eitt með
aukafingur út úr handarjaðri beggja handa og aukatá út úr jarka
Leggja fóta. Fingur þessir og tær voru með nöglum og liðamótum
(skorið burt á Lsp.). Eitt vantaði v. hönd upp á miðjan framhandlegg,
eitt „vanskapað" á hendi og sneru hnén aftur, tvö voru holgóma, og
eitt með skarð í vör. Eitt er sagt „mikið vanskapað“, einn hydro-
cephalus og loks einn anencephalus.
Hafnarfi. Ljósmæður tala ekki um neina fæðingarerfiðleika í skýrsl-
um sinum, og læknar í héraðinu senda mér engar skýrslur um fæð-
ingar. Töng mun hafa verið lögð á einu sinni. Læknis er vitjað til
flestra fæðinga hér, aðallega til að deyfa við kollhríðina eða til þess
uð gefa pitúitrín, þegar þess þarf með.
Akranes. Flestar konur óska deyfingar.
Borgarnes. 3 fósturlát 1) Primipara á 5. mánuði, placenta praevia.
2) Multipara á 3. mánuði, orsakir ólcunnar. 3) Multipara á 2. mánuði,
abortus incompletus, skafið.
Ólafsvíkur. 1 kona fékk létta lærthrombosis eftir fæðingu. Ein
tangarfæðing (staðgöngumaður). Fékk barnsfararsótt á eftir, en hlaut