Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 104
102
skjótan og góðan bata af súlfa og pensilini. Læknir auk þess kallaðar
11 sinnum til deyfingar við fæðingar.
Búðardals. Þrisvar viðstaddur fæðingar, aðeins til að deyfa. Er kunn-
ugt um 1 fósturlát.
Reijkhóla. Barnsfæðingar 4 á árinu. Einu sinni leitað læknis.
Patreksfí. Læknis vitjað 18 sinnum. Einu sinni var um tvíbura að
ræða. Ekkert gekk, hríðir mjög lélegar og fósturhljóð orðin veik.
Pitúitrín hjálpaði ekki, þó að full útvíkkun væri komin. Fyrra barn
var tekið með töng, hinu seinna vent á fót og' dregið fram. Bæði börnin
lifðu, og konunni heilsaðist vel. Einu sinni var ég sóttur vegna alvar-
legra eftirhlæðinga og um leið til að gera við ruptura perinei. Blæðingu
tókst að stöðva með injectio pituitrini og með því að þrýsta coagula
út úr uterus. Saumur á venjulegan hátt. Konu heilsaðist vel. Einu
sinni var um að ræða dautt fóstur og engar hríðir. Hríðum tókst að
koma í gang með kínini og injectio pituitrini. Síðan eðlileg fæðing á
dauðu og macereruðu fóstri. 16 ára stúlka var send á spítalann norðan
úr Arnarfirði, þá komin að fæðingu. Grind var frekar þröng, en þó
ekki svo, að ástæða þætti til aðgerða. Ég fylgdist með fæðingunni, sem
gekk á eðlilegan hátt; síðan gaf ég ofurlitla obstetriska narkósu. Konu
og barni heilsaðist eftir atvikum vel; raunar var töluverð eftirblæðing',
og var konunni því haldið á spítalanum nokkrum dögum lengur en
annars hefði verið, til þess að hún jafnaði sig, og var það jafnframt
gert vegna þess, að upplýsingar voru fyrir hendi um, að heimilis-
ástæður hennar væru ekki sem beztar.
Bíldudals. Fæðingar voru 20 í héraðinu. Læknir sóttur til 11 þeirra.
Tilefni yfirleitt alltaf ósk um deyfingar. Aldrei þurfti að leggja á töng.
Öllum heilsaðist vel, bæði konum og' börnum. 2 fósturlát veit ég um.
Hvorugt þurfti læknishjálpar við, og var ljósmæðra vitjað.
Þingeyrar. Graviditas extrauterina kom fyrir á árinu. Var þykktin
í ampulla tubae dextrae og hún sprungin. Var ráðizt í aðgerð, og gekk
hún vonum framar. Konunni hcilsaðist vel á eftir. Fæðingar alls 15,
þar af viðstaddur í), aðallega vegna svæfinga. 1 kona var með með-
göngueitrun, en heilsaðist þó vel. Engin kona dó af barnsförum.
Flateyi-ar. Vitjað til 13 sængurkvenna á árinu af 26, sem fæddu, í
flestum tilfellum til deyfingar og svo aðgerða vegna smávægilegra
spangarsprungna. Fæðingarnar gengu flestar vel. Lifðu konurnar allar
og' börnin, nema 2. Dó annað fárra daga gamalt úr gulu, hitt á öðruin
sólarhring úr fjörleysi, meðfæddu. Hjá fjölbyrju á Flateyri virtist
aðburður venjuleg sitjandafæðing', en er fram í sótti, geklc fæðingin
ekkert. Við athugun kom í ljós, að mjöðm bar að. Var þá konan
svæfð, fóstrinu snúið og fætur sóttir, og gekk áfallalaust. 20 ára primi-
para átti í erfiðri fæðingu á annan sólarhring. Höfuð var gengið niður
í grindina, en þar stöðvaðist fæðingin. Var barnið tekið með töng-
Gekk það sæmilega, en spöng rifnaði þó töluvert og var saumuð. Fékk
konan pensilín strax, og heilsaðist henni vel. 24 ára multipara fæddi
stórt barn á sjúkraskýlinu. Fæðing gekk vel, en fylgjan var föst og
blæddi þegar mikið. Varð að sækja fylgjuna með hendi. Varð konunni
ekkert meint af, og fékk hún ekki liita. Tvisvar var mín vitjað vegna
fastrar fylgju, sem gekk greiðlega að ná með Credé. Ljósmæður geta