Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 105
103
ekki fósturláta, en þau urðu 4 á árinu. Mun Ijósmóðurinni í Mosvalla-
hreppi hafa verið kunnugt um eitt þeirra, þar sem hún lét sækja mig
til konunnar. Hafði hún legið í tvo daga með miklar blæðingar vegna
fósturláts. Er að var komið, var hún svo blædd, að hún mátti sig ekki
hreyfa. Flutti ég hana á sjúkrahúsið og tæmdi legið. Var hún lengi að
ná sér. Tvisvar var óskað eftir fóstureyðingu án árangurs.
Bolungarvíkur. Fæðingar venjulega eðlilegar. Orsök þess, að læknir
er sóttur, venjulega sú, að konan vill fá svæfingu. Þó er það ekki
ótítt, að fæðingar vilji dragast á langinn, og er þá notað pitúitrin,
eftir að vatnið er farið og önnur skilyrði eru fyrir hendi, oftast með
fljótum og góðum árangri. Geta má þess, að kona ein, er undanfarin
ár hafði átt nokkur börn árlega að kalla, hafði við síðustu fæðingar
fengið eftir fæðinguna lélegan púls, orðið föl í framan og sljó. Fæð-
ingarnar höfðu orðið með miklum hraða og krafti. Við fæðinguna á
þessu ári var það ráð tekið að láta sandpoka á legið þegar eftir fæð-
inguna. Heilsaðist nú konunni vel, og bar ekkert á þessum misfellum.
Isaft. Lægsta fæðingartala síðan 1943. Ekki geta ljósmæður um
fósturlát, en 12 sinnum var gerð evacuatio uteri á sjúkrahúsinu vegna
abortus incompletus. 2 keisaraskurðir voru framkvæmdir á sjúkra-
húsinu, annar vegna placenta praevia, en hinn vegna þess, að konan
hafði ekki átt barn í 14 ár, en kom þá mjög hart niður, hafði auk þess
verið berklaveik í millitíðinni og var nú með ca. rnammae. Báðum
konum og börnum heislaðist vel. 1 barn fæ'ddist með spina bifida, og
dó það eftir % sólarhring.
Ogur. Fæðingar með meira móti. Læknis nokkrum sinnum vitjað til
sængurkvenna í Súðavík til að herða á sótt. Öllum konunum og börn-
unum heilsaðist vel.
Hestegrar. Aðeins 1 fæðing var í héraðinu á árinu. Það var í Furu-
firði, og var hvorki Ijósmóðir né læknir viðstaddur. Konu og barni
heilsaðist vel.
Arnes. Var aldrei leitað vegna barnsburðar.
Hólmavikur. Læknir sóttur til 13 fæðandi kvenna af 32, langoftast
til að deyfa eða herða sótt. Tvisvar tangarfæðing. 41 árs kona hafði
fsett síðast fyrir 14 árum. Sóttleysi frá byrjun. Eftir tæpa tvo sólar-
hringa var barnið fast i djúpri þverstöðu og gekk ekki lengra. Var
Þá vatn farið fyrir nokkru. Reynd var manuel rotation, og tókst að
koma töng á, og náðist barnið með góðu lifi. Töluverð blæðing varð
eftir fylgju, sem stöðvaðist við endurtekna ergometríngjöf í æð. Iíonan
náði sér furðu fljótt, og barnið var hið hressasta. 26 ára primipara
nieð hydramnion og sóttleysi. Gekk hvorki né rak, þrátt fyrir hvíld og
Pitúitrín til skiptis. Á þriðja sólarhring var konan svæfð, gerð episio-
toinia og barnið tekið með nokkuð hárri töng. Barni og móður heils-
nðist vel. Einu sinni sóttur vegna fastrar fylgju. Náðist með Credé,
an svæfingar, fjórum tímum eftir fæðingu. Lítils háttar blæðing fyrir
fæðingu í eitt skipti. Barnið var fætt, þegar ég kom á staðinn. Ein
fvíburafæðing. Nokkuð lengi stóð á nr. 2, sem var í sitjandastöðu og
yar hjálpað fram. Kröftugir strákar, 14 og 15 merkur. Eitt barn lézt
a 2. sólarhring. Var ekki viðstaddur þá fæðingu, sem hafði gengið vel.
harnið nýdáið, þegar ég koin á vettvang. Það varð gult þegar á 1. sólar-