Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 106
104
hring, hiti ura 40° og útbreiddar blæðingar í húð. Móðirin var 23 ára
og hafði fætt einu sinni áður hraust barn. Ljósmæður geta ekki um
fósturlát, en læknis var leitað vegna þriggja fósturláta. Engin kvenn-
anna þurfti frekari aðgerða við.
Hvammstanga. Fæðingar fleiri en undanfarið. 1 barn fæddist and-
vana, og 2 dóu skömmu eftir fæðingu. Konunum heilsaðist öllum vel.
Læknir 16 sinnum viðstaddur. Engar aðgerðir nema deyfing. Demerol
notað talsvert, að því er virtist með góðum árangri. 1 fósturlát.
Blönduós. Barnsfarir að þessu sinni meiri en noltkru sinni áður um
langt skeið, því að auk fæðinga 59 lifandi barna og 1 andvana komu
fyrir 5 fósturlát á árinu. 3 af þessum börnum voru tekin með töng',
2 vegna framhöfuðstöðu og 1 vegna ófullnægjandi sóttar og mjög stórs
burðar, en allar voru konur þessar frumbyrjur. Hið andvana barn var
með vatnshaus og dáið nokkrum dögum fyrir fæðingu, en annars
heilsaðist bæði konum og börnum vel. Við fósturlátin var ekkert sér-
stakt athugavert, nema hvað einni konunni blæddi allmikið, og fékk
hún bæði C- og K-fjörviinndælingar. Hin konan, búsett í Reykjavík,
en hér í sumardvöl hjá foreldrum sínum. Ljósmæður geta ekki fóstur-
láta, en Jæknir var sóttur af þeim orsökum í 3 skipti. Ein konan var
búsett í Reykjavík, en dvaldist hér i sumarleyfi. í ekkert skiptið var
nein ástæða til að ætla, að um abortus provocatus væri að ræða, enda
leggur enginn hér stund á þvíumlíkt. Mér virðist það koma sjaldnar
fyrir hin síðari ár, að stúlkur eða konur fari fram á að verða losaðar
við fóstur, hvort sem almannatryggingarnar eiga þátt í því eða barn-
eignir þykja nú minni ljóður á ráði ógiftra kvenna en áður var.
Sauðárkróks. Læknar viðstaddir 54 fæðingar á árinu. Eins og endra-
nær var oftast um eðlilega fæðingu að ræða, en óskað nærveru læknis
til að deyfa, eða þá að gefa þurfti hríðaukandi lyf. Retentio placentae
kom fyrir einu sinni, og nægði Credé í svæfingu. Framfallinn nafla-
strengur kom einu sinni fyrir, og var barnið dáið, er læknir kom til.
Placenta praevia kom einu sinni fyrir; var konan frammi í sveit.
Blæðing var að mestu hætt og fæðing komin á rekspöl, er læknir kom,
en barnið virtist dáið. Fékk konan pitúitrín og fæddi litlu siðar and-
vana barn. 36 ára multipara á Sauðárkróki fæddi andvana barn. Var
það byrjað að macererast. 22 ára primipara fæddi á sjúkrahúsinu
líflítið barn. Það hresstist lítið eitt við stimulantia, en dó eftir 3 tíma.
Fæðingin hafði verið eðlileg. 15 ára primipara fæddi fyrir tímann líf-
lítið barn. Það lifði aðeins 2% tima. Fæðing gekk afar fljótt; var fótar-
fæðing. 36 konur fæddu þetta ár á sjúkrahúsinu, enda reynt, eftir þvi
sem rúm leyfir, að taka við þeim konum, sem óska þess. Ljósmæður
geta ekki fósturláta í skýrslum sínum. 6 konur komu til aðgerða a
árinu vegna abortus incompletus, og til einnar konu var mín vitjað
vegna fósturláts. Þar um abortus completus að ræða.
Hofsós. Var sóttur 11 sinnum til fæðandi kvenna, oftast nær vegna
hríðaleysis og til að deyfa. Þurfti einu sinni að sækja fylgju með
hendi. 3. janúar var ég sóttur til konu fremst í Stíflu, sem ekki gat
fætt. Fóstrið var ófullburða (7—8 mán.) og lá i þverlegu. Þegar talað
var við mig í síma, hafði fæðing staðið yfir i nokkra klukkutíma og
naflastrengur fallinn fram og fóstrið sennilega þá dáið. í svartasta