Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 107
105
skammdegismyrkri, umbrotafæri og á móti norðaustanstórhríð var ég
í 14 klukkustundir að brjótast til konunnar á hestum. Vegna þess hve
barnið var lítið, náðist það fljótt eftir vendingu, og konunni heilsaðist
vel á eftir. Vegalengdin, sem ég þurfti að fara, er um 55 km, en frá
Ölafsfirði að fremstu bæjum í Stíflu eru ca. 22 km. í þessu tiifelli hefði
því verið hægt að komast til konunnar á ca. 4 klst. Þar við bætist, að
versta veðuráttan hér norðanlands er norðanáttin, og er þá undan
veðri að sækja frá Ólafsfirði í Fljótin, en á móti frá Hofsósi. Ég get
þess hér til að minna æðstu stjórn heilbrigðismálanna á, hvort ekki
sé víða tímabært að endurskoða takmörk læknishéraðanna, vegna
breyttra aðstæðna og bættra samgangna.1) Ljósmæður geta yfirleitt
ekki um fósturlát. Ég var á árinu sóttur til einnar giftrar konu með
abortus incompletus og miklar blæðingar samfara. Aldrei beðinn um
að gera abortus provocatus. Einu sinni beðinn um ráðleggingar við-
víkjandi takmörkun barneigna.
Dalvíkur. Allt gekk vel, að undantekinni einni fæðingu. Frumbyrja
og sitjandafæðing. Fór ég með konunni til Akureyrar. Þar var gerður
hinn mjög svo erfiði framdráttur. Perforatio cranii óhjákvæmileg.
Konan náði sér.
Akureyrar. Þrívegis gerður keisaraskurður á árinu, einu sinni varð
að leggja á töng og' einu sinni að framkvæma framdrátt. Allar að-
gerðirnar voru gerðar á Sjúkrahúsi Akureyrar. Keisaraskurðirnir voru
gerðir á 38 ára frumbyrju, 21 árs fjölbyrju og 27 ára fjölbyrju, allir
vegna grindarþrengsla og tókust vel. Tangarfæðing var hjá 24 ára
frumbyrju og tilefnið sequelae poliomyelitidis. Framdráttur var gerð-
111' á 42 ára fjölbyrju vegna sitjandafæðingar (seinni tvíburi), og einnig
var föst fylgja.
Grenivíkur. Vitjað til 11 sængurkvenna. Engra meira háttar aðgerða
þurfti við. Konurnar deyfðar og öðruin gefið pitúitrín. Öllum konun-
Um heilsaðist vel, nema einni, er lekk þráláta uppsölu. Undanfarið
hafði hún haft bólgu í maga. Fósturlát kom fyrir á árinu. Orsök
óþekkt.
Þórshafnar. Veitti 16 sængurkonum létta deyfingu, en 5 þeirra fengu
uuk þess pitúitrín vegna sóttleysis. Hálfdautt ófullburða barn varð
hfgað, en dó svo eftir rúma 4 tíma. Móður heilsaðist vel.
Vopnafj. Vitjað til 7 sængurkvenna á árinu. Konurnar fæddu allar
sjálfkrafa. Farnaðist þeim öllum vel, svo og börnum þeirra. Aðstoð
við fæðingarnar: Létt deyfing 1, pitúitríngjöf 3, fylgju þrýst út 2,
Seijðisfj. í Seyðisfjarðarljósinóðurumdæmi — kaupstað og hreppi -—
fæddu 25 konur, þar af 3 utan héraðs, sem ólu börn sin í sjúkrahúsinu.
Ein kona átti andvana barn, sem kom 2—3 mánuðum fyrir tímann, og
onnur eignaðist tvíbura, 7—8 vikum fyrir tímann. Börnin fæddust
með lifsmarki, en lifðu aðeins fáar klukkustundir. Læknir þurfti að
hjálpa við 4 fæðingar, þar af 2 tangarfæðingar. í Loðmundarfirði voru
1) í þessu sambandi er ástæ<5a lil að minna á ákvæði 3. málsgr. 4. greinar gild-
andi læknaskipunarlaga (nr. 44/1932) : Nú er héraðslæknis vitjað úr öðru læknis-
héraði til konu í barnsnauð eða i annarri mjög brýnni nauðsyn, fyrir þá sök, að
hægara er að ná til hans en viðkomandi læknis, og hefur hann þá sömu skyldur
til að vitja sjúklingsins eins og liéraðsbúi hans ætti i hlut.
14