Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 108
106
aðeins 2 fæðingar; var ég' sóttur til annarrar konunnar, en sneri aftur
við túngarðinn, þar eð allt var um garð gengið. Ekkert símasamband var
við bæinn, svo að ég gat ekki vitað, að um óstillingu eina var að ræða.
Öllum konunum heilsaðist vel. Engin fósturlát, svo að kunnugt væri.
Nes. 40 sinnum vitjað til sængurkvenna. í flestum tilfellum aðeins
um deyfingu og stundum sóttleysi að ræða. Tvisvar var ég einn við
fæðingu, þar eð Ijósmóðir var teppt við aðra fæðingu. 1 kona, 29 ára,
dó næstum undir eins eftir skyndifæðingu. Barnið fullburða, en and-
vana með greinilegum rotnunareinkennum. Er ég kom á vettvang, var
fæðingin um garð gengin, en konan í andarslitrunum, embolia pul-
monum. Öllum öðrum börnum og konuin heilsaðist vel. AIIs 55 fæð-
ingar, þar af 1 tvíburafæðing. Nokkur fósturlát komu fyrir, en að-
gerða þurfti ekki við.
Búða. Vitjað til 23 sængurkvenna. Tilefnið fyrst og fremst ljósmóð-
urleysi, eins og undanfarin ár. Framdráttur var gerður tvisvar sinnum,
annað skiptið vegna sitjandafæðingar, hitt skiptið vegna fótafæð-
ingar. 1 tvíburafæðing (sveinbörn). Fyrri tvíburinn var 47 sm langur
og vó 14 merkur, en hinn var aðeins 38 sm langur og einungis 4 merk-
ur. Hann hafði þó öll.einkenni fullburða barns, að smæðinni undan-
skilinni. Lifði og hefur farið vel fram. Tvíburarnir voru eineggja.
Djúpavogs. Ein kona, multipara, var með cystopyelitis með háum
hita, er hún fæddi. Lá nokkuð lengi, en batnaði vel. 23 ára primipara
fæddi svo skyndilega, að eklci náðist til Ijósmóður, en skammt var til
mín, og var komið í skyndingu. Hafði ég tæpast tíma til að kasta af
mér frakkanum, áður en ég tæki á móti barninu. Konunni heilsað-
ist vel.
Hafnar. Læknir viðstaddur 16 fæðingar. Sótti fylgju suður í Öræfi.
Kom til konunnar, 17 tímum eftir að fætt var. Gekk vel að ná fylgj-
unni.
Breiðabólsstaðar. Konur hér fara á fætur á fyrsta degi eftir fæð-
ingu, og gefst það betur en gamla aðferðin að láta þær liggja í 10 daga.
Gerð var evacuatio uteri einu sinni vegna abortus incompletus með
áframhaldandi blæðingu. Ein tangarfæðing hjá primipara. Beðið var,
þar til blóðþrýsingur konunnar fór að hækka og fósturhljóðin koniin
niður í 115 á mínútu. Barnið var dálítið cyanotiskt, en andaði fljótt
sjálfkrafa. Vó 18 merkur. Ein kona var með placenta marginalis og
hafði lítils háttar blæðingu. Ephedrinum hydrochloricum dugði til að
halda blóðþrýstingnum uppi; annars var 5 % glucose og plasma haft
við höndina, ef þurft hefði að grípa til þess. Vanskapað fóstur fæddist
andvana. Það hafði microcephalus, og gróið var fyrir nasaholuna. 12
hafði það fingurna. Enn fremur var það með naflahaulpoka á stærð
við hænuegg, og auk þess pes valgus dexter.
Víkur. Aldrei vitjað á árinu.
Vestmannaeyja. Læknar viðstaddir 78 sinnum. Kona 21 árs, I-para
með praeeclampsia. Hafði mjög mikið albumen í þvagi, 8%0 Esb., háan
blóðþrýsting, 200/120, var að verða blind, mikið oedem og yfirvof-
andi krampar (fékk aðkenning af þeim). Var þá gripið til þess að gera
sectio caesarea. Konunni bráðbatnaði upp úr hnífsaðgerð, heilsaðist
ágætlega í sængurlegunni, og barnið náðist fullburða með fullu lífi-