Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 109
107
Sóttin var nýbyrjuð, þegar í aðgerð var ráðizt. Ég efast um, að kona
þessi hefði lifað án hnífsaðgerðar og mjög vafasamt um barnið. Tang-
arfæðingar vegna sóttleysis tvisvar. Lág töng. Hvorugri konunni hlekkt-
ist á, og börnin lifðu. Annars voru konurnar oftast deyfðar. Stundum
hert á sótt. Getið er um 2 konur á skýrslu Ga — önnur hafði retentio
lochiarum, hin var með fastgróna fylgju. Fengu aðkenningu af barns-
fararsótt. Tala fósturláta 6. Ljósmæður geta ekki skýrt það nema
nieð ofþreytu og erfiði. Abortus provocatus enginn.
Eyrarbakka. Vitjað 12 sinnum til sængurkvenna í héraðinu á árinu,
venjulega til þess að „deyfa“ konuna. Tvisvar tangarfæðing.
Laugarás. 15 sinnum viðstaddur fæðingar. Einu sinni saumuð
spangarsprunga. Einu sinni lögð á létt töng vegna hríðaleysis og óþolin-
mæði konunnar, enda fóstur andvana. Skömmu síðar fæddi önnur
kona í sömu sveit andvana barn, og þótti það einkennileg tilviljun og
sanna málsháttinn: Sjaldan er ein bára stök. í eitt skipti var föst
fy]gja, sem losnaði þó án innri aðgerða, með því að hella vatni í
lækinn. Allar fæðingar aðrar enduðu án annarra aðgerða en pitúitrín-
gjafar og smávegis klóróformdeyfingar. Nokkrar konur hafa fætt börn
sín á fæðingarstofnun eða haft utanhéraðsljósmæður, og ber því skýrsl-
l|m ljósmæðra og presta ekki saman um barnafjöldann. 1 protra-
heraður abort var evacueraður á Landsspítalanum.
Keflavíkur. Barnsfarir gengu yfirleitt vel á árinu. Þurfti einu sinni
*ið taka barn með töngum vegna grindarþrengsla og hægfara fæð-
mgar. Barn og kona lifðu. Nota annars alltaf pitúitrín, þegar þörf er á.
Hef enda aldrei séð skaðlega verkun þess, sé varúð við höfð og læknir
noti það aðeins sjálfur. Fósturlát og blæðingar með og eftir fósturlát
eru algeng, þó að ekki sé getið um í skýrslum ljósmæðra.
V. Slysfarir.
Slysfaradauði og sjálfsmorð á síðasta áratug teljast, sem hér segir:
1939 1940 1941 1942 1943 1944 1945 1946 1947 1948
Slysadauði .. 55 93 195 117 127 124 87 94 100 81
Sjálfsmorð 12 12 8 13 12 7 12 18 10 11
Slysfaradauði rénandi, þó að ekki hafi enn náð jafnaðartölu fyrir
ófrið.
Læknar láta þessa getið:
Kvik. Tala þeirra, sem dáið liafa af slysförum i héraðinu á þessu
uri, er söm og næsta ár á undan, eða 40, og þótti þá mikið eins og enn.
bó er nú engu jafnstórkostlegu slysi til að dreifa og þá var. Að vísu
uiega 3 þeirra, sem á þessu ári verða, teljast til stórslysa. Þessi slys
ei‘u: Flugslysið á Hellisheiði (Skálafelli) 7. inarz, en þá fórust 4 menn,
, úv Reykjavík og 2 frá Vestmannaeyjum. í sjóslysinu á Húnaflóa 7.
agúst drukknuðu 4 menn af vélbútnum Arinbirni, er árekstur varð við
uotabát hans. Svo er sprengingin í Hvalfirði 17. september í olíu-