Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 110
108
skipinu Þyrli. Fórust þá 3 menn. Gct ég þessara slysa sérstaklega, þó
að þau gerðust ekki í héraðinu, þar sem flestir þeirra, er biðu bana
í þeim, voru Reykvíkingar. Af umferðaslysum á landi biðu 6 manns
bana innan Reykjavíkurhéraðs 1948. Hér fer á eftir skrá yfir ýmis
slys, gerð eftir sjúkraskrám sjúkrahúsanna. En sú skrá er auðvitað
ekki annað en hrafl frernur en vant er, því að þar er eingöngu um að
ræða fólk, sem eitthvað dvaldist á sjúkrahúsunum, en enga aðra.
Fract. colli femoris 12, cruris 21, femoris 8, pelvis 3, tibiae 3, patellae
1, malleolorum 2, metatarsi 5, columnae 5, processus transversi lum-
balis 1, ossis sacri 2, costarum 3, humeri 8, condyli humeri 1, anti-
brachii 4, radii 1, mandibulae 3, maxillae 1, baseos cranii 6, lux.
cubiti 1, coxae 1, patellae 1, talocruralis c. fractura 1. Ýmis önnur
slys: Ambustiones 14, commotio cerebri 19, contusiones variis locis 11,
laesio menisci genus 7, medullae traumatica 1, vulnera cæsa v. contusa
v. dilacerata 21, sclopetaria 1, oculi traumatica 11, ruptura tendinis 6.
Hafnarfi. Slysíarir voru ekki miklar á árinu. Dauðaslys fremur fá.
Barn varð fyrir bíl og beið bana af innvortis blæðingu. Sjómaður féll
útbyrðis í Norðursjó af togara á leið til Þýzkalands, annar féll í sjó-
inn í brezkri höfn og drukknaði. Togarinn Júní strandaði við Vest-
firði í desembermánuði, en menn björguðust allir. Smáslys koma dag-
lega fyrir við fiskaðgerð og þess háttar.
Ólafsvíkur. Slysfarir engar á innanliéraðsmönnum. En um 18. marz
strandar togarinn Epine frá Hull á Djúpalónssandi, og' drukknuðu þar
11 (?) manns. Rak 3 lík á land, en ekki voru þau jörðuð í héraðinu,
1 manni skolaði á land ómeiddum; 4 björguðust í björgunarstól í
land, og voru allir fluttir heim að Einarslóni og bjúkrað þar til bráða-
birgða, en síðan ekið í bílum á Hellissand og þaðan fluttir flugleiðis.
Eitthvað voru þessir menn smáskrámaðir, en ekkert hefur staðgöngu-
maður ininn skráð um þá. Ég var þá suður í Reykjavík til lækninga
og lcom heim 5 dögum síðar. Leið þá öllum mönnunum vel að sögn,
en engan þeirra sá ég.
Búðardals. Fract. costae 2, fibulae 1, epicondyli medialis humeri 1,
femoris 1 (3 ára stúlkubarn datt á jafnsléttu). Vulnera incisa 13,
contusa 3, puncta 3, sclopetaria 2 (voru að skjóta kindur, og skaut
annar sig' í lærið, en hinn í fótinn). Corpora aliena corneae oculi 6.
Ambustio regionis crurum (sjóðandi vatnspottur) 1.
Reijkhóla. Töluvert um slys á árinu, ekkert þó stórvægilegt.
Patreksfi. Óvenju mikið var um slysfarir, og dóu 3 af þeim orsökum.
2 hröpuðu, annar mölvaði hauskúpuna og komst aldrei til meðvitundar;
hinn mun hafa hálsbrotnað að einhverju leyti; má vera, að epistrophcus
hafi skaddað medulla oblongata eða medulla cervicalis hafi laskazt
ofarlega. Maðurinn dó af öndunarlömun. Hinn þriðji fékk högg á höf-
uðið af „felguhring“, víst fyrir vangá eða kunnáttuleysi að fara
með þá hluti. Komst aldrei til rænu eftir slysið og dó eftir fáa
klukkutíma.
Bildudals. Engin meira háttar slys komu fyrir á árinu, en talsvert
um skurði, stungur, mör og ýmsar skrámur.
Þingeijrar. Slys eru frekar fátíð í héraðinu og flest þeirra smá-
vægileg. Ambustiones 5, commotio cerebri 2, contusiones 12, distor-