Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 112
110
móti. 5 sinnuin sár annars stigs. Auk þessa hafa verið mar og vind-
ingar í liðum.
Isa/j. Slys með meira móti, flest við aðalatvinnuveginn, fiskveið-
arnar, eins og vænta mátti. Umferðarslys voru 5, smávægileg. Slys í
heimahúsum 4. Slys við landbúnaðarstörf 3, húsabyggingar 2, annað
dauðaslys, við íþróttir 2, uppskipun 2, af bruna 2, við innismíðar 1 og'
1 siálfsmorðstilraun.
Ögnr. Slysfarir með minnsta móti. Þó varð enn eitt brunaslysið í
Reykjanesi, er unglingur steig ofan í hverholu. Þar sem álika slys hafa
oft komið fyrir, hefur verið reynt að byrgja vel allar hverholur og
brunna, en það virðist ekki duga til.
Hesteijrar. Fjögurra ára gamalt stúlkubarn datt ofan um ísspöng' á
læk, og var drukknað, þegar að var komið. 59 ára gamall bóndi hvarf
að heiman frá sér, en skilaði sér aftur eftir 3 daga og var þá með
skurð framan á hálsi. Gert var að sárunum á Isafirði, og er sjúkling-
urinn á slysaskrá þar: tentamen suicidii. 42 ára gömul kona datt ofan
af tveggja m háum fjárhúsvegg og fékk contusio lumbalis. Konan
flutt á Sjúkrahús fsafjarðar og kom einnig á slysaskrá þar.
Arnes. Engin meira háttar slys á héraðsbúum. Ungur sjómaður fékk
panaritium tendineum eftir öngulstungu og dvaldist uin tíma á heimili
læknisins á Hólmavík vegna þessa.
Hólmavíkur. Hörmulegasta slys, sem hér liefur orðið, skeði i des-
ember, er snjóflóð féll á bæinn Goðdal í Kaldrananeshreppi, og létu þar
lífið 6 manns, eða allt heimilisfólkið, að bóndanum undan skildum,
sem komst af mikið kalinn. Slysið varð, að sögn bóndans, um kl. 18
sunnudaginn 12. desember. Snjóflóðið brauzt inn í húsið, sem var ein-
lyft steinhús, fyllti það og færði úr stað, en þekjan lá meira og minna
brotin á föllnum veggjum, og samanbarinn snjórinn fyllti hvern kima.
Heiinilisfólkið, hjónin með tvö stúlkubörn, tveg'gja og sjö ára, full-
orðin kona og sonur hennar 19 ára, var allt statt í eldhúsi, er sneri
að fjallinu, en daufdumb eldri kona var í næsta herbergi. 16. desem-
ber var maður sendur frá næsta bæ með póst að Goðdal, en versta
óveður hafði geisað um vikutíma, símalínur víða slitnar, svo að eng-
inn undraðist, þótt símasambandslaust væri við Goðdal. Drengurinn
lét vita, hvernig komið var, og nokkru eftir hádegi komu fjórir incnn
á vettvang og hófu björgunarstarfið, og á næstu klukkutímum flestir
karlmenn, sem til náðist um Bjarnarfjörð. Mér var þegar gert aðvart,
náðist í síma til Hólmavíkur, eða kl. rúmlega 17. Var ég þá á heim-
leið úr læknisvitjun utan úr sveit. Komst á slysstaðinn á skíðum um
kl. 19,30. Þá hafði bóndanum verið bjargað og hlúð að honum eftir
föngum í fjárhúsi, er stóð skammt frá bænum. Bóndinn var furðu
hress, en mikið kalinn á fótum og höndum og víðar um líkamann. Enn
fremur var þá fundið lík yngri telpunnar og pilturinn, sem að sögn
var með lífsmarki, en andaðist á leiðinni í fjárhúsið. Unnið var
sleitulaust að uppgreftinum fram yíir miðnætti, er síðasta líkið fannst.
Eldri telpan náðist með lífsmarki um kl. 23,30. Var lienni hjúkrað,
eftir því sem framast var unnt í fjárhúsinu, sem var upphitað eftir
föngum. Virtist hún hressast nokkuð, en var alltaf rænulítil. Lézt um
3 tímum síðar. Hún var mikið kalin á fótum upp fyrir hné, báðum