Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 113
111
hðndum, og auk þess víða kalsár um líkamann. Um kl. 6 að morgni
hins 17. var lagt af stað til bæja með bóndann. Búið hafði verið um
hann á sleða og hesti beitt fyrir, en hópur Hólmvíkinga, sem komið
höfðu um nóttina á skiðum, dró sleðann, þar sem hestinum varð ekki
við komið. Eftir skamma dvöl á Skarði í Bjarnarfirði var haldið áfram
yfir Bjarnarfjarðarháls og í bát yfir Steingrímsfjörð og komið til
Hólmavíkur um hádegið. Sjúklingurinn var enn furðu hress og virtist
ekki mikið þjáður. Næsta dag var honum komið með flugvél i Lands-
spítalann, og er hann þar enn, þegar þetta er ritað (apríl). Af öðrum
slysum er þetta helzt: Fract. Collesi, fimmtug kona datt á hálku,
radii, 9 ára drengur, antibrachii 2, 10 ára sumardvalardrengur úr
Reykjavik og 2 ára drengur með „greenstick“-brot, claviculae, 12 ára
drengur. Maður fékk 16 sm langan slcurð á höfuðið, er bifreið valt
suður í Borgarfirði. Eftir bráðabirgðaumbúnað ók hann bílnum alla
leið til Hólmavíkur, eins og ekkert hefði í skorizt. Ungur maður skarst
1 ölæði á flöskubroti á upphandlegg, svo að sauma varð saman aftari
helmiiig musculi deltoidei. 8 ára sumardvalardrengur úr Reykjavík var
sleginn af hesti í höfuðið, svo að neðri helmingur eyrans rifnaði frá.
Munaði þar mjóu, að verr færi. Tvítugur vinnumaður var að skjóta
kind og hljóp skotið í stóru tána á honum. 6 ára drengur fékk sjóð-
andi vatnspott yfir sig og brenndist II. stigs bruna á hnakka, eyrum
og hálsi. Sama kom fyrir húsmóður í Bjarnarfirði. Brenndist mikið
á andliti og á handlegg. Auk þessa: Vulnera incisa 41, contusa 29,
puncta 6, contusiones 20, distorsiones 16, corpora aliena oculi 12,
digiti 3, pharyngis 3, oesophagi 1, genus 1 (saumnál), nasi 1 (kræki-
ber).
Hvammstanga. a) Corpus alienum tracheae: Banaslys. 13 mánaða
ganiall drengur fékk nagla úr ónýtri saumavél, sem hann var að rísla
sér við í eldhúsinu hjá móður sinni, niður í barkann. Sjúklingurinn
var saindægurs fluttur í Landsspítalann í Reykjavík, og það tókst að
ná naglanum morguninn eftir; en drengurinn dó litlu síðar. b) Con-
tusio renis? 44 ára gamal karlmaður var sleginn af hesti úti í haga.
Höggið lenti neðan og aftan til á vinstri síðu, um og neðan til við 12.
11yfir nýranu. Maðurinn komst heim til sin hjálparlaust, en illa
haldinn. Skoðun um 4 tímum seinna: Mikil eymsli, haematuria og
l°st. Ákveðið var að bíða átekta. Sjúklingurinn fékk coagulen og var
yafinn fast. Hann lá svo um hálfan mánuð og náði sér til fulls. c)
Ristorsio pedis 2. Fract. femoris 1, 45 ára gamall karlmaður. Fluttur
Blönduóss. Fract. antibrac.hii 2. Contusiones 7. Vulnera 8.
Rlönduós. Slysfarir urðu talsverðar á árinu, og dóu af þeim völdum
2 Jnenn. Datt annar út af fiskibáti í róðri og náðist ekki, en hinn, sem
'ar skipverji á reykvískum báti, dó af losti, cftir að fótur lians hafði
JJiolazt. Varð slysið með þeim hætti, að pilturinn stökk xir bröttum
^tiga hásetaklefans niður á hlera, sem brotnaði undan honum, og datt
hann því ofan í möndulganginn undir hásetaklefanum. Molaði skrúfu-
JJJondullínn fótinn um mjóalegginn, svo að hann hékk aðeins við á
holdflygsum. Mér var sent loftskeyti um slysið, og var ég til taks með
sjukrabíl á bryggjunni i Höfðakaupstað, er báturinn kom að. Aðstaða
hl að ná piltinum upp úr hásetaklefanum var mjög slæm vegna