Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 114
112
þrengsla, svo að bregða varð laki undir handarkrika hans og draga
hann þannig upp á þilfarið, en þá leið yfir hann, og var mjög af hon-
um dregið, er hann kom á sjúkrahúsið. Ágerðist lostið, þrátt fyrir
ýmsar tilraunir til að bæta úr því, og dó drengurinn eftir tvo klukku-
tíma, áður en til þess kæmi að taka fótinn af. Ef til vill hefði mátt
bjarga lífi hans, ef maður hefði haft þurrplasma, en það var þá ófá-
anlegt. Tel ég mjög nauðsynlegt, að læknum verði séð fyrir því fram-
vegis, ef mögulegt er. Þá komu fyrir 2 önnur slæm beinbrot. Ungur
maður af Blönduósi varð fyrir fótbroti í uppskipun með þeim hætti,
að annar fótur hans festist undir þóftu, og tvíbrotnaði sköflungurinn,
svo að endar hans stóðu út úr skinninu, en sperrileggurinn einbrotn-
aði. Lá maðurinn lengi hér á sjúkrahúsinu, og greri neðra brotið
seint. Skar ég um síðir inn á það og skeytti það saman. Fékk maðurinn
fót sinn heilan að lokum, en með nokkurri styttingu. Þá fékk mið-
aldra bóndi í Miðl'irði brot á miðjan lærlegg, og var cg sóttur til hans,
því að héraðslæknirinn þar var rúmfastur. Maðurinn lá hér alllengi
í sjúkrahúsinu, en greri að lokum vel. Ungur maður datt aftur af bíl-
palli á leið heim af skemmtun og fékk hauskúpubrot, en komst til
heilsu. Þá fengu 2 unglingar framhandleggsbrot, 1 öklabrot og 1 vendi-
leggsbrot, án þess að nokkuð sérlega sögulegt væri við þau. Þá fór
roskinn maður úr liði á öxl og sömuleiðis kona, sein var hér á ferð og
lenti í því, að bíll valt. Enn fremur komu fyrir 2 liðhlaup á fingrum.
Af öðrum meiðslum skal nefna: Liðatognanir 13, mör 16, öngul-
stungur 3, aðskotalilutir í holdi 3, en í augum 11, brunar 8 og enginn
verulegur, kattarbit 1 og benjar 27. Voru 2 þeirra allslæmar, því að
sauma varð saman sinar, í annað skiptið á handarbaki, en í hitt skiptið
í lófa. Loks komu fyrir 2 liðþófalos í hné, og var gert að öðru með
skurði.
Sauðárkróks. Slys hef ég skráð 163, flest smá. Helzt þeirra voru:
Sublux. radii perannularis 2, lux. hallucis interphalangea 1, humeri L
Vulnera contusa digitorum -|- fract. complicata (drengur, sem lenti
með hönd fyrir sláttuvélargreiðu). Fract. radii 6, epicondyli humeri L
condyli humeri 1, colli humeri 1 (varð fyrir bíl), claviculae 1, costae 2,
metatarsi 1 og malleoli 2. Enginn dó af slysförum á árinu.
Hofsós. Ungur piltur, 25 ára, í Fljótum, féll niður um ís á Mikla-
vatni 16. nóvember og drukknaði.
Ólafsfj. Flest smáslys. Distorsiones 4, combustiones 7, vulnera incisa
17, puncta 6, contusa 12, dilacerata 16, corpora aliena conjunctivae 3,
corneae 3, nasi 1 (rúsína), digiti 5. Fract. dentis 1, radii 2, olecrani L
costarum 2, femoris 1, commotio cerebri 1, submersio 1, amputatio
digiti 1 (drengur hjó af sér fingur með öxi). Gamall maður varð
undir heystabba og hafði legið þar um hálftíma, þegar eftir var tekið-
Hann var mjög dasaður, hafði brotizt mikið um og var blóðrisa a
höndum.
Dalvíkur. Allt minna háttar slys og varla í frásögur færandi.
Akureyrar. Eftirtalin dauðaslys urðu á árinu: A. M-son, á L ári,
vegna brunasára. S. F-son, 57 ára, vegna áverka. Féll niður háan og bratt-
an stiga í húsi, fékk hauskúpubrot og d.ó 2 dögum síðar, J. O. Iv-son, 37
ára, vegna rafmagns. Var að gera við rafleiðslur i kjallara, þar sem raki