Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 118
116
dextrae. Kona um sjötugt skall af kassa. er hiin var við hreingern-
ingu, á gólf niður og kom niður á hægra handlegg: Fract radii dextri.
Togvír slóst í hægra handlegg erlends 35 ára sjómanns: Fract. anti-
brachii dextri. 51 árs karlmaður skall á götu af palli bifreiðar: Fract.
radii typica dextri. Erlendur 52 ára sjómaður skall á vinstri síðu:
Fract. costae. 22 ára erlendur sjómaður lenti með hægri stórutá í
togvír: Fract. hallucis. Erlendur sjómaður, 37 ára, skall á þilfar í stór-
sjó: Fract. antibrachii dextri. 62 ára kona hrasaði: Fract. radii typica
dextri. 4 ára drengur varð fyrir hifrcið, sem dró rúlluvagn. Hljóp
hann á milli vagnanna. Endi af „kabal“ stóð út af rúllunni og slóst á
drenginn og skellti honum á götuna framan við rúlluhjólið. Föt
hans festust þar undir, og hjólið tætti þau í sundur og hold og bein
á vinstra upphandlegg: Fract. humeri & scapulae sinistrae compli-
cata & communitiva. Vulnera faciei & regionis cubiti dextrae. Er-
lendur sjómaður skall á þilfari í stórsjó, lenti með hægra læri á borð-
stokk: Fract. infratrochanterica femoris dextri. Hér hafa verið talin
hin helztu slys, en mikið er um minni slys og meiðsli við flökun fisks
og fiskaðgerð, beitingu o. fl. Hraðfrystihúsin hafa gerilsneyddar um-
búðir við höndina. Verður sjaldan illt úr þessum sárum: gróa þau
oftast pr. primam, þó að ekki séu soðin verkfærin, sem skorið er með.
Mikil er sjálfsvörn líkamans með köflum, ekki sízt þeirra, sem ungir
eru og á bezta skeiði.
Eyrarbcikka. Fract. colli femoris 1, femoris 1, huineri 2, patellae 1,
costarum 3, mandibulae 1, antibrachii 3, cruris 2. Allmargar contu-
siones og vulnera.
Selfoss. Fract. humeri 1, antibrachii 1, ulnae 1, claviculae 4, costar-
um 3. Lux. humeri 2, cubiti 1, pollicis 1. Distorsiones variae 50,
contusiones variae 26, vulnera incisiva contusaque 66, corpora aliena
oculi 40, variis locis 17, combustiones 12. 3 hinna slösuðu sködduðust
í bifreið. Drukkinn maður ók henni út af veginum. Flísar í augum stafa
mest af smergilhjólum, og koma þau meiðsli aðallega fyrir á verk-
stæðunum hér á Selfossi. Brunarnir eru hins vegar tíðastir í Hvera-
gerði, svo sem að líkum lætur. Maður drukknaði í Ölfusá hjá Sel-
fossi.
Laugarás. 3 ára stúlkubarn frá Akranesi, statt hjá ættingjum sínum
á Skeiðum, datt (settist) ofan í þvottabala, fullan af sjóðandi vatni,
brenndist frá hnésbótum og upp á herðablað, svo að segja samfellt
bæði að framan og aftan og einnig á handleggjum. Var flutt á Lands-
spítalann og andaðist þar næstu nótt. Aðrar slysfarir urðu ekki stór-
vægilegar, sem mér er kunnugt um, en ég er ekki alltaf fróður um
slikt, því að sumir fara til Sclfoss eða beint til Reykjavikur, einkum
austan Hvítár, þeir, sem erfitt eiga um læknissókn að Laugarási.
Keflavikur. Dauðaslys varð, er maður féll fram af svölum á húsi í
Grindavík. Var að gera við bilaða trégirðingu á svölunum og féll fram
af annarri hæð hússins. Fékk heilablæðingu við fallið og dó á sjúkra-
húsi í Reykjavík. Ungur maður í Keflavík fannst örendur í herbergi
sínu að morgni. Hafði kafnað í reyk, sem stafaði af íkviknun, senni-
lega frá vindlingi. Mun hafa verið ölvaður. Telpa innan við fermingu
hljóp fyrir bíl á götu í Keflavík og dróst með honum á allmikilli ferð,