Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 121
119
sólarhringa. Enginn vill nú hafa þenna vesaling, svo að til vandræða
horfir.
Hólmavíkur. 34 ára gift kona varð skyndilega óð eftir undanfarandi
svefnleysi og þung'lyndi. Varð að gæta hennar nótt og dag um hálfs-
mánaðartíma, en varð svo sæmilega góð, það sem eftir var ársins.
Geðveiki er í ætt sjúklingsins.
Hvammstanga. 1 sjúklingur mjög erfiður, sem illa gengur að koma
fyrir og ekki hefur fengizt tekinn á spítala.
Blönduós. Geðveikir hafa engir orðið á árinu.
Sauðárkróks. Aðeins 1 á skrá. Sama kona og síðast liðið ár. Hefur
ekki tekizt að fá fyrir hana vist á geðveikrahæli.
Hofsós. 1 kona um fimmtugt flutt á Klepp. Hafði dvalizt þar áður.
Ólafsfj. Stúlka sú, sem var á Kleppi, kom heim seint á árinu. Nokkru
eftir heimkomuna var ei annað að sjá en hún væri sízt betri.
Dalvíkur. 2 nýir á skrá. Annar þeirra er gamall sjúklingur.
Akureyrar. Geðveikrahæli það, sem bærinn lét reisa, er alltaf full-
skipað sjúklingum, og komast færri þar að en þyrftu, því að alltaf
er talsvert um geðveikissjúklinga.
Djúpavogs. 1 geðveik kona í héraðinu. Er róleg.
Vestmannaeijja. Mikla nauðsyn ber til þess, að hér væru jafnan til
notkunar, ef þörf krefði, minnst 2 rúm fyrir óða sjúklinga, karl og
konu. Þyrfti hér minnst 8 rúm fyrir geðveika menn, 5 konur og 3
karla. Hugsanlegt er, að komið verði upp geðveikradeild við væntan-
legt elliheimili.
Um fávita:
Hafnarfj. Fávitar eru hinir sömu og næsta ár á undan.
ísafj. Enn hefur verið hert á skráningu fávitanna, og hefur þeim
Því fjölgað á skrá, úr 9 í 15 á árinu; af þeim eru 4 örvitar. Hér er á
íerðinni mikið vandamál, sem krefst úrlausnar i einhverri mynd hið
kráðasta, því að sjálfsagt mun þessu víðar eins farið og hér um fá-
vitafjöldann, ef öll kurl kæmu til grafar.
Ógur. Oft er hægt að hafa not af fávitunum við cinföld landbúnaðar-
stórf, á meðan þeir eru ungir og viðráðanlegir, en seinna vill oftast
fara svo, að ástandið versnar, þegar ekkert er aðgert, og bætast þeir
svo í öryrkjahópinn fyrr eða síðar.
Hesteyrar. Skráðir fávitar allir í Grunnavíkurhreppi. 3 þeirra hafa
ororkustyrk, en hinn 4. hefur enn eigi aldur til þess.
Hólmavikur. 1 fáviti, sem áður er skráður, og er gæzla hans góð.
Blönduós. Fávitum hefur ekki fjölgað.
Sauðárkróks. Fávitar sömu og undanfarið.
Orenivíkur. 1 fáviti í héraðinu. Er hann í heimahúsum. Meðferð
ágæt.
Seyðisfj. 2 fávitar eru á framfæri bæjarins, og þarf að koma þeim
fyrir á einkaheimilum; fer að vísu sæmilega um þá, en á fávitahæli
eiga þeir heima, þó að eklti sé húsrúm fyrir þá þar.
Djúpavogs. 1 fáviti var í héraðinu, stúlka, en er nú flutt til Horna-
fjarðar.
Vestmannaeyja. Meðferð fávita er góð.