Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 122
120
Um inálhalta.
Sauðárkróks. Engir nú á skrá. Er ég stundum í vafa um, hverja beri
að telja, og ættu ef til vill einhverjir að koma á skrá.
Um heyrnarlausa.
ísafí. Hinir heyrnarlausu allt gamalt fólk, nema 2 ungmenni, sem
einnig eru sjóndöpur og talin með blindum.
Ögur. Heyrnarlausra ekki getið.
Sauðárkróks. 2 hinir sömu og áður, en ef til vill er eitthvað van-
talið af gömlu fólki.
Um blinda.
Bolungarvíkur. Skýrsla um blinda hefur í þetta sinn verið gerð í
samræmi við upplýsingar hinna blindu sjálfra, eftir því sem hægt
hefur verið að koma því við, svo og sóknarprestsins á staðnum.
ísafí. Blindir allt gamalt fólk, nema 2 ungmenni, eins og áður getur.
Blönduós. Blindum hefur fækkað hin síðustu ár, því að nokkrir
þeirra hafa gengið fyrir ætternisstapa, án þess að aðrir hafi bætzt í
hópinn mér vitanlega.
Sauðárkróks. Hefur fækkað. Nokkrir dáið og engir nýir bætzt við.
Fer ég hér eftir upplýsingum presta.
Dalvíkur. 2 fleiri en síðast liðið ár.
Um deyfilyfjaneytendur.
Hafnarfí. Deyfilyfjaneytendur er mér ekki kunnugt um, en þó munu
þeir vera til.
Ögur. 1 kona verður að teljast deyfilyfjaneytandi. Hún er öldruð
og hefur orðið að hafa 50 g af guttae rosae ca. hálfsmánaðarlega.
Hólmavíkur. Deyfilyfjaneytendur er mér ekki kunnugt um.
Blönduós. Deyfilyfjaneytandi er 1 kona hátt á níræðisaldri.
Sauðárkróks. Deyfilyfjaneytendur engir.
Hofsós. Deyfilyfjaneytanda er sennilega hægt að kalla 1 gamlan
mann í héraðinu. Fyrir 3—4 árum hafði hann stóran tumor í kviðar-
holi, en treysti sér ekki í aðgerð, enda hjartabilaður. Síðar sprakk
tumor þessi, sem ég er viss um að var sullur, inn í peritoneum, og leið
manninum þá mjög illa lengi á eftir. Fékk þá deyfilyf og hefur ekki
getað verið án þeirra síðan. Hann notar nú um 50 g' guttae rosae a
mánuði og er heldur að minnka notkunina.
Djúpavogs. 1 deyfilyfjaneytandi er í héraðinu, kona, sem þjáðzt
hefur af rheumatismus chronicus. Notar mikið guttae rosae og tinctura
thebaica.
Vestmannaeyja. Deyfilyfjaneytendur 2 konur, sem skráðar hafa ver-
ið áður. Nota ópíumsdropa. Haldið í við þær, eins og hægt er.