Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 124
122
17. Reglugerð fyrir læknisvitjanasjóð Árneshrepps í Strandasýslu (nr.
168 23. desember).
18. Reglugerð um breyting á reglugerð fyrir Vestur-Barðastrandar-
sýslu um eyðing bandorma i hundum, nr. 62 fi’á 24. ág'úst 1923
(nr. 179 21. desember).
Forseti staðfesti skiplagsskrár fyrir eftirtalda sjóði til heibrigðis-
nota:
1. Skipulagsskrá fyrir gjöf Frjálslynda safnaðarins í Reykjavík til
Barnaspítalasjóðs Hringsins í Reykjavík (nr. 9 16. janúar).
2. Skipulagsskrá fyrir Sjúkrasjóð Staðarfellsskólans (nr. 20 9.
febrúar).
3. Skipulagsskrá fyrir Minningarsjóð Hólmfríðar Sigurðardóttur og
Kristjáns Jónassonar (nr. 21 9. febrúar).
4. Skipulagssltrá fyrir Sjúkraskýlissjóð hjónanna Einars Guðmunds-
sonar og Ingibjargar Þorsteinsdóttur, Bjargi á Akranesi (nr. 57
7. apríl).
5. Skipulagsskrá fyrir Sjúkrasjóð Mývetninga (nr. 82 7. júní).
6. Skipulagsskrá fyrir heilsuhælissjóð Náttúrulækningafélags Islands
(nr. 83 7. júní).
7. Skipulagsskrá fyrir Bindindissjóð Sigurgeirs Gíslasonar (nr. 150
9. nóvember).
8. Skipulagsskrá Hjúkrunarsjóðs Unnar Guðmundsdóttur (nr. 163
9. desember).
Til Iæknaskipunar og heilbrigðismála var eytt á árinu kr. 12292222,87
(áætlað hafði verið kr. 10222490,00) og til félagsmála kr. 25606188,59
(25642840,00), eða samtals kr. 37898411,46 (35865330,00). Á fjárlög-
um næsta árs voru sömu liðir áætlaðir kr. 14056595,00 -f- 26443190,00
= kr. 40499785,00.
2. Heilbrigðisstarfsmenn.
Tafla I.
Læknar, sem lækningaleyfi hafa á íslandi, eru í árslok taldir 194,
þar af 176,1) er hafa fast aðsetur hér á landi og tafla I tekur til. Eru
þá samkvæmt því 787 íbúar um hvern þann lækni. Búsettir erlendis
eru 17, en við ýmis bráðabirgðastörf hér á landi og erlendis 3. Auk
læknanna eru 26 læknakandídatar, sexn eiga ófengið lækningaleyfi-
íslenzkir læknar, sem búsettir eru erlendis og ekki hafa lælcningaleyfi
hér á landi, eru 7.
Tannlæknar, sem reka tannlæknastofur, tel jast 23 (þar af 1 læltnir),
en tannlæknar, sem tannlækningaleyfi hafa hér á landi, samtals 26,
þar af 3 búsettir erlendis. íslenzkir tannlæknakandídatar, sein eiga
ófengið tannlækningaleyfi, eru 2 (báðir búsettir erlendis).
1) í þessari tölu eru innfaldir og því tvitaldir 2 læknakandidatar, sem eiga
ófengið almennt lækningaleyfi, en gegna héraðslæknisembættum og hafa lækninga-
Jeyfi, aðeins á meðan svo stendur.