Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 127
125
breyting liafi orðið á heilbrigðisstarfsmönnum hér í Reykjavík á
þessu ári.
Ólafsvikur. Heilbrigðisstarfsmenn sömu og áður. Héraðslæknir var
óstarfhæfur 3 fyrstu mánuði ársins (aðgerð á Lsp.).
Patreksfj. Breytingar hafa hér orðið litlar. Guðmundur Eyjólfsson
læknir var héraðslækni til aðstoðar um tíxna og gegndi héraðinu í sumar-
orlofi hans. Hann var hér alls meira hluta sumars. Ný ljósmóðir, Þórunn
Finnbogadóttir, var sett hér á Patreksfirði tveggja mánaða tíma. Ann-
ars var hér engin sett eða skipuð ljósmóðir. Hins vegar sýndi full-
orðin Ijósmóðii', sem hér er búsett, þann velvilja að gegna alltaf, þegar
hún var heima. Hiin vildi aftur á móti ekki taka setningu, þar sem
hún taldi sig þá síður geta brugðið sér frá.
Flateyrar. Heilbrigðisstarfslið óbreytt frá fyi'ra ári. Hundahreinsari
ófenginn enn.
Isafj. Héraðslæknir dvaldist erlendis, í Englandi, 8 mánuði af árinu
við framhaldsnám, og gegndu störfum lians á meðan Björn Þorbjarn-
arson, cand. med. & chir., í janúar, Kjartan Jóhannsson læknir í febrú-
ar °g júlí, Hrciðar Ágústsson læknir í ágúst—nóvember og Bergþór
Lunnarsson, cand. med. & chir., í nóv.—deseinber. Að öðru leyti varð
eugin breyting á heilbrigðisstarfsliði héraðsins á árinu.
Ögur. Læknastúdent sat í héraðinu, í Ögi'i, í 5 mánuði — maí—sept.
en að öðru leyti gegndi héraðslæknirinn á ísafirði héraðinu.
Árnes. Væntanlega fer nú að rætast úr með læknisleysið í héraðinu.
^egir sig sjálft, að þjónustan verður lítil, sem Hólmavíkurlæknirinn
getur í té látið vetrarmánuðina, og óánægja fólksins yfir því eðlileg.
Roi'ið hefur á því, að Hólmavíkurlækninum er legið á hálsi fyrir að
hirða rífleg laun fyrir litla þjónustu, þótt hann sé allur af vilja gerður
hl að veita þá hjálp, sem unnt er. Hins vegar eru Hólmavíkurhéraðsbúar
oanægðir, er læknir þeirra situr veðurtepptur svo dögum skiptir norður
frá, sem komið hefur fyrir. Ég hefði gjarnan viljað fara um héraðið
roanaðarlega að vetrinum, ef samgönguleysi og kostnaður við ferða-
lögin hindruðu það ekki.
Hólmavíkur. Heilbrigðisstarfsmenn taldir þeir sömu og áður. Þó eru
vandræði að fá hundahreinsunarmenn til starfans, en bjargast þó enn.
Ahar starfandi Ijósmæður gegna störfum út úr neyð, þar sem aðrar
lást ekki í þeirra stað. Nokkur bót er, að tvær fyrr verandi Ijósmæður
eru til að grípa til á Hólmavík, enda ekki vanþörf á, þar sem Hólma-
vikurljósmóðirin er á sjötugsaldri og heilsuveil.
Hvammstanga. Brynjólfur Dagsson héraðslæknir fékk utanfarar-
^eyfi frá 1. september, og gegndi Lárus Jónsson læknir á Sauðárkróki
héraðinu i fjarveru hans.
Rlönduós. Heilbrigðisstarfsmenn flestir hinir sömu og áður. Ég var
fjarverandi í mánaðartíma, og gegndi þá Lárus læknir Jónsson störf-
Um fyrir mig. Aftur var ég fjarverandi i hálfan annan mánuð seint á
arinu, og gegndi þá Harald Vigmo læknir. Til aðstoðar mér voru um
sumarið læknanemarnir Þorsteinn Árnason, Friðrik Friðriksson og
öunnlaugur Snædal. Þorbjörg Andrésdóttir hjúkrunarkona lét af
^törfum hér um vorið og fór til Noregs til framhaldsnáms. Tók þá við
Harriet Wahlgreen um 3 mánaða skeið, en síðan önnur dönsk hjúkr-