Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 130
128
að því verði að inestu lokið haustið 1949. Er þetta hið myndarlegasta
hús, tvær hæðir og V2 kjallari, grunnflötur 170 m2.
Hvammstanga. Aðsókn að sjúkraskýlinu: Nokkru færri sjúklingar,
en legudagar fleiri en í fyrra.
Blönduós. Aðsókn að sjúkraskýlinu var með meira móti, og rekstrar-
afkoma þess mátti heita góð, því að þrátt fyrir allmjög hækkuð lit-
gjöld við fólkshald, einkum til hjúkrunar, þurfti sýslan ekki að leggja
sjúkrahúsinu nema 7000—8000 króna styrk. Aðsókn að sjúkrahúsinu
væri miklu meiri, ef nægir væru hjúkrunarkraftar og húsrúm.
Sauðárkróks. Sjúklingar á sjúkrahúsinu fleiri en nokkru sinni áð-
ur. Legudagafjöldi er aftur á móti nokkru minni en undanfarin ár.
Sjúkrahúsið er rekið saineiginlega af Sauðárkrókskaupstað og Skaga-
fjarðarsýslu, sem nú teljast eigendur þess. Um 100 manns naut Ijós-
lækninga ambúlant á sjúkrahúsinu, aðallega börn. Auk röntgenrann-
sókna á sjúkrahússjúklingum voru 52 gegnlýstir ambiilant og 12
röntgenmyndaðir. Hópskoðun fór einnig fram í sambandi við komu
aðstoðarmanns berklayfirlæknis. Ambúlant loftbrjóstaðgerðir ásamt
gegnlýsinguin voru gerðar 44 á 7 sjúklingum. Það er orðin mikil þörf
að byggja nýtt sjúkrahús, enda nokkur hreyfing í þá átt að safna til
þess. Sýslunefnd Skagafjarðarsýslu og bæjarstjórn Sauðárlcróks eru
einnig byrjaðar að leggja til hliðar smáupphæðir í því skyni.
Ólafsfi. Sjúkraskýlið ekki starfrækt. Skrifstofur bæjarins eru í
húsnæðinu.
Akureijrar. Ekkert nýtt að segja; allt í sama horfinu og var 1947,
en langt í land enn, að hinn nýi spítali sé tilbúinn til að taka til starfa.
Grenivikur. Enginn sjúklingur lá á skýlinu á árinu.
Seyðisfi. Engin breyting orðið á rekstri sjúkrahússins, og enn
greiðist úr fólksvandræðunum, þó oft ekki fyrr en á 11. stundu.
Rekstrarhallinn eykst eitthvað með ári hverju, og kemur þar margt til.
Djúpavogs. Viðgerð á læknisbústaðnum hófst seint á árinu og átli
að vera lokið fyrir áramót, en sú áætlun stóðst ekki fremur en svo
margar aðrar. Er mikið verk að breyta húsinu, en útlit fyrir, að það
verði sem nýtt, þegar viðgerð er lokið. Eiga þar að vera 2 sjúkrastofur.
Breiðabólsstaðar. Hafin var bygging nýs læknisbústaðar. Verður
þetta vandað og skemmtilegt hús, og hel'ur því verið valinn fegursti
staðurinn hér um slóðir, beint fyrir ofan gömlu klausturrústirnar á
Kirkjubæjarklaustri.
Vestmannaeyja. Á fyrra helmingi ársins var bætt við sjúkrahúsið 4
rúmum, sem komið var fyrir í leguskála sjúkrahússins, sem til þess
var gerður hæfur. Er bót að þessu á vertíðinni, þegar allt er yfirfullt.
Var vel frá þessu gengið eftir ástæðum.1) Þau komu þá, þessi 4 rúm, í
stað þess sjúkrahúss, er kosta átti til milljónum, þegar allt stóð sem
hæst á stríðsárunum og peningar flóðu út af alls staðar og bjartsýnin
var taumlaus, loftkastalar og skýjaborgir í algleymingi.
Keflavíkur. Merkasta heilbrigðismál héraðsins er, eins og sakir
1) Rúmafjöldi Sjúkrahúss Vestmannacj'ja liefur lengi verið talinn 38. Nú vill
sjúkraliúslæknir telja hann 45, og hefur eftir því rýmzt meira til en þessari
fjögurra rúma viðbót nemur.