Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 137
135
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
Ólafsvíkur. Sjúkrasamlög störfuðu í Breiðuvíkurhreppi og Neshreppi
(Hellissandi). Um starfsemi þeirra (telcjur, félagatölu og fjárhag)
get ég að svo stöddu ekki gefið nánari upplýsingar, en að minnsta
kosti hafa þau getað staðið full skil við mig. Hjúkrunarfélag Ólafs-
víkur starfaði ekki mikið sem slíkt, en það liefur komizt yfir röntgen-
tæki til gegnlýsingar, og er það þarfur hlutur.
Bíldudals. Sjúkrasamlög engin í héraðinu. Stofnun samlags hefur
tvisvar verið felld við almenna atlcvæðagreiðslu á Bíldudal.
Flateyrar. Hjúkrunarkona starfaði í Súgandafirði á sama hátt og
síðast liðið ár til mikilla þæginda fyrir alla aðila. Hún fór í 2061
sjúkravitjun, gerði að sárum og kaunum 502 sinnum og leysti af hendi
aðrar hjúkrunaraðgerðir 326 sinnum. Hún hafði einnig eftirlit með
þrifnaðarháttum í barnaskólanum, og 127 börn og fullorðnir nutu ljós-
baða undir hennar umsjá. Sjúkrasamlög störfuðu í öllum hreppunum
á sama hátt og verið hefur. Ljósböð voru starfrækt af Minningarsjóði
Maríu Össursdóttur eins og undanfarin ár með góðum árangri.
Isafi. Sjúkrasamlagið hafði gott ár. Það jók eignir sinar um tæp
50 þúsund á árinu. Hrein eign var í árslok kr. 311687,97. Samlagið
greiddi eins og áður nokkra upphæð til tannaðgerða barna og ung-
Jinga. Sjúkrasamlag Eyrarhrepps hafði hins vegar erfitt ár. Eignir
þess voru i árslok kr. 1110,00. Samningar beggja sjúkrasamlaga voru
óbreyttir við aðila.
Ögur. Eins og áður eru sjúkrasamlög starfandi í 4 af 5 hreppum
héraðsins.
Hesteyrar. Sjúkrasamlög eru starfandi í báðum hreppum sýslunnar,
svo og læknisvitjanasjóður.
Hólmavíkur. Sjúkrasamlög starfrækt í 3 hreppum héraðsins á sama
hátt og undanfarið.
Sauðárkróks. Sjúltrasamlög störfuðu í sömu hreppum og síðast liðið
ar- Eru því enn þá 2 hreppar héraðsins utan sjúkrasamlaga, en
sjukrasamlag er nú í undirbúningi i öðrum þeirra. Heilsuverndar-
stöð er engin í héraðinu.
Hofsós. Eins og áður starfa í héraðinu 3 sjúkrasamlög. 3 hreppar
lafa engin sjúkrasamlög. Vegna fólksfæðar í sveitunum alltaf sömu
vandræði þar, ef sjúkdóma ber að höndum.
'tlafsfi. Meðlimir sjúkrasamlagsins komnir upp í rúmlega 550. Enn
?ru nokkrir, sem aldrei hafa greitt iðgjöld, þótt skyldir séu lögum sam-
kvæmt. Rekstur samlagsins gengur vel og töluvert fé i sjóði.
Grenivíkur. Sjúkrasamlögin í héraðinu starfa ineð sama hætti og
Undanfarið ár.
Vopnafi. Sjúkrasamlag starfaði hér allt árið.
Segðisfi. Sjúkrahjúkrun er varla um að ræða aðra en i sjúkrahús-
’nu. Þó hefur kona hér legið heima hjá sér um 10 ára skeið, oftast
jnikið veik, og seinustu árin algerlega hjúkrað af eiginmanni, sem
lc*ur farizt það vel úr hendi. Sjúkrasamlög eru 2 í læknishéraðinu,
^aupstaðnum og hrcppnum, og vegnar báðum vel. Berklavarnarstöð
(efur starfað hér síðan 1939. Tel ég árangur af starfi hennar mikinn.
nnur heilsuverndarstarfsemi cr aðallega fólgin í daglegu starfi lækn-