Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 140
138
Héraðslæknirinn í Reykjavík. Mjólk 621. Rjómi 49. Rjómais 32.
Skyr 8. Vatn og sjór 42. Samtals 752 sýnishorn.
Héraðslæknirinn í Hafnarfirði. Mjólk 45. Skyr 1. Flöskur undir
injólli 4. Samtals 50 sýnishorn.
Um niðurstöður rannsóknanna skal þetta telcið fram: Ógerilsneydd
mjólk, Reykjavík: Flokkun, 290 sýnishorn: 123 í I. flokki, 143 í II.
flokki, 23 í III. flokki og 1 í IV. flokki. Gerlafjöldi: 284 sýnishorn:
159 sýnishorn með gerlafjölda undir 1 milljón, 125 með 1—10 milljón
pr. 1 cm3. Júgurbólgurannsókn, 6 sýnishorn: 3 sýnishorn með júgur-
bólgueinkenni, í 2 þeirra júgurbólgusýklar. Ógerilsneydd mjólk, Hafn-
arfirði: Flokkun, 20 sýnishorn: 8 í I. flokki, 7 í II. flokki og 5 i III.
flokki. Gerlafjöldi í sömu sýnishornum: 14 sýnishorn með gerlafjölda
undir 1 milljón, 6 með 1—10 milljónir pr. 1 cm3. Gerilsneydd mjólk,
Reykjavík: Fosfatase-prófun, 308 sýnishorn: 3 ekki nægilega hituð.
Gerlafjöldi: 219 sýnishorn: 84 sýnishorn með gerlafjölda undir 10 þús-
und, 75 með 10—100 þúsund og 60 með yfir 100 þúsund pr. 1 cm3.
Cólítíter, sömu sýnishorn: 57 pósitív í 1/10—5/10 cm3 og 6 í 1/100
cm3. Gerilsneydd mjólk Hafnarfirði: Fosfatase-prófun, 25 sýnishorn:
13 sýnishorn ekki nægilega hituð. Gerlafjöldi, sömu sýnishorn: 12 með
gerlafjölda 10—100 þúsund, 13 með yfir 100 þúsund pr. 1 cm3.
Cólítíter, sömu sýnshorn: 18 pósitív í 1/10—5/10 cm3 og 6 í 1/100
cm3. Rjómi: Storchs-prófun, 49 sýnishorn: Öll nægilega hituð. Meðal-
feiti í sömu sýnishornm 31,0%. Rjómaís: Gerlafjöldi, 31 sýnishorn:
11 með gerlafjölda yfir 1 milljón pr. 1 crn3. Cólítíter, sömu sýnis-
horn: 19 pósitív í 1/10 cm3, 12 í 1/100 og 9 í 1/1000 cm3. Neyzluvatn,
29 sýnishorn: 2 voru ónothæf, 2 grunsamleg og 25 góð. Sjór til baða,
13 sýnishorn: 12 ónothæf, 1 grunsamlegt.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Eins og áður var matvælaeftirlitsfulltrúi minn á sífelldu ferða-
lagi um bæinn og komst yfir óvenju mikið í þeim efnurn, þar sem hann
hafði bifreið. Auk töku sýnishorna leit hann eftir hreinlæti í öllum
mjólkur- og öðrum matvælabúðum. Að jafnaði skoðaði hann 5—6
þess konar búðir á dag. Sérstaklega skoðaði ég sjálfur allar nýjar
mjólkur- og matvælabúðir, áður en þeim væri leyft að hefja starfsemi
sína, og voru slíkar stofnanir jafnan spjaldskráðar með nokkurn veg'-
inn lýsingu á stærð og öðrum útbúnaði. Þá skoðaði ég og sjálfur alla
nýja veitingastaði, áður en þeir hófu starfsemi sína eða fengu leyfi
til þess. Minnst létum við olckur annt um daglegt eftirlit með fisk-
sölubúðum og gistihúsum, svo og utanhússþrifnaði, fyrir þær sakir,
að mér var kunnungt um, að heilbrigðisfulltrúinn og þó einkuin heil-
brigðislögreglan hafði sérstaklega sett sér það markmið. Þá leit mat-
vælaeftirlitsfulltrúinn eftir fjósum á bæjarlandinu og tók einnig þar
mjólkursýnishorn. Um mjólkureftirlitið hafði ég einnig ágæta sam-
vinnu við mjólkureftirlitsmann ríkisins, Edward Friðriksson mjólk-
urfræðing. Þegar á allt er litið, tel ég matvælaeftirlitið hafa verið mjög
samvizkusamlega leyst af hendi og matvælaeflirlitsfulltrúann hafa
afrekað mikið og gott starf á þessu ári, enda hefur öll umgengni og
útbúnaður matvælasölustaðanna farið svo stórum batnandi, að furðu
gegnir, og veit ég, að allt slíkt þolir yfirleitt fullkomlega samanburð