Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 141
139
við aðra kaupstaði landsins, og þótt víðar væri leitað. Á þessu ári komst
mikil bót á mjólkurflutningana, þar sem tekið var upp það ráð að
flytja mjólkina í „tankbílum“. í sambandi við þessa breytingu vil ég
benda á, að þar sem það kemur fram í skýrslunni um matvælarann-
sóknir, að óeðlilegur munur hafi verið á fitu í hinni ógerilsneyddu
mjólk, 2,60%—8,50%, þá stendur þannig á því, að mjólkursýnishorn
þessi voru tekin úr „tankbílum“ og hafði gleymzt að hræra upp í
þeim áður, enda munu tæki til þess ekki hafa verið í þeim fyrst.
Mjólkin hafði því setzt til, og af þeirri ástæðu varð útkoma þannig í
hinum einstöku sýnishornum. Það skal tekið fram, að þar sem öll
þessi mjólk fór í gerilsneyðingu á eftir, náði þessi fitumunur ekki til
neytenda, því að mjólkin jafnaðist að sjálfsögðu aftur við þá meðferð.
Loks vil ég geta þess í sambandi við matvælaeftirlitið, að eins og áður
hefur það mjög háð okkur, hve Rannsóknarstofa Atvinnudeildarinnar
er seinvirk. Svör þaðan hafa oft borizt svo ótrúlega seint, að þau koma
að litlum eða engum notum, ef um gallaða vöru var að ræða. 22. febr.
1947 reit ég dr. Vestdal bréf út af þessu. Þrátt fyrir það verð ég að
játa, að ástandið í þessum efnum var sízt betra árið 1948 en áður, og
þar sem eftirlit með matvælum veltur svo mjög á því að fá skjóta
afgreiðslu og skjót svör frá rannsóknarstofu þessari, þá má gera það
tilgangslítið eða gagnslaust í meginatriðum, ef þessi liður brestur.
Uin vatnssýnishornin, sem tekin voru á árinu, vil ég geta þess, að þau
voru öll tekin í einu braggahverfi bæjarins, með þvi að kvartað var um,
að vatnið væri gruggugt stundum, en það var úr vatnsleiðslu bæjar-
ias. Reyndust sumar kvartanirnar á rökuin byggðar, og var ryð í vatn-
inu, sem var þannig til komið, að vatnspípurnar inn í braggana voru
ógalvaníseraðar frá hernámstímunum, en slíkt er ekki leyfilegt um
vatnsleiðslupipur. Sýnishorn þau af sjó, sem um er getið, lét ég öll
taka úr baðstaðnum í Nauthólsvíkinni. Gerði ég það vegna hins mikla
aróðursskrums um þenna stað, sem þá var uppi. Samkvæmt dómi
gerlafræðings taldi hann sjóinn óhæfan til þess að baða sig í vegna
saurgerla. Sýnishornin voru tekin hæði um flóð og fjöru.
Seyðisfi. Matvælaeftirlit sennilega of litið. Sent var matvælasýnis-
horn til Rannsóknarstofu Háskólans (matbaunir, sem kvartað hafði
verið yfir). Varan var álitin ógölluð og jafnvel í betra lagi.
Vestmannaeyja. Matvælaeftirlit minna en þyrfti. Heilbrigðisfulltrúi
gerir héraðslækni aðvart, ef matvæli reynast skemmd, og er þá stöðvuð
sala þeirra.
E. Manneldisaráð ríkisins.
Rrófessor Júlíus Sigurjónsson hélt enn áfram vítamínrannsóknum
lslenzkra matvæla á sama hátt og áður.
F. Sumardvöl kaupstaðarbarna í sveitum.
Læknar láta þessa getið:
Búðardals. Sumardvalarheimili starfrækt að Sælingsdalslaug, eins
°g að undanförnu.
Sauðárkróks. Barnaheimili á vegum Rauðakross íslands var eins og