Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 142
140
venjulega rekið á Löngumýri í húsakynnum kvennaskólans um sumar-
mánuðina.
G. Drykkjumannahæli í Kaldaðarnesi.
í ársbyrjun voru á hælinu 5 vistmenn, en 2 bættust við, unz hælið
var lagt niður 15. maí. Dvalardagar urðu samtals 503, en meðaltal
vistmanna á dag 3,7.
H. Fávitahæli á Kleppjárnsreykjum.
1 ársbyrjun voru á hælinu 22 fávitar, 12 karlar og 10 konur, og'
hélzt svo óbreytt til áramóta, því að enginn vistmanna fór, og enginn
nýr bættist við. Dvalardagar alls 8050. Fávitar vistaðir að meðaltali
á dag 22,0.
I. Elliheimili.
Læknar láta þessa getið:
Hafnarfi. Ehiheimili er hér í byggingu. Þar er gert ráð fyrir, að verði
líka fæðingarheimili. Þetta hús verður stærsta bygging í Hafnarfirði;
er það nú, þegar þetta er skrifað, orðið fokhelt og byrjað að hiiða það
að innan. Sennilega verður byggingin ekki tilbúin til notkunar fyrr
en eftir 2 ár.
Seijðisfi. Elliheimilið hefur 5—6 vistmenn og getur aðeins tekið á
móti vel sjálfbjarga gamalmennum vegna skorts á heimilishjálp; hin-
um verður sjúkrahúsið að veita móttöku, þó að engan veginn sé æski-
legt.
4. Húsakynni. Þrifnaður.
Læknar láta þessa getið:
Rvík. Samkvæmt yfirlitsskýrslu byggingarfulltrúa Reykjavíkurbæj-
ar voru byggðar samtals 491 íbúð í Reykjavík árið 1948. íbúðir þessar
skiptust þannig: 1 herbergi og eldhús 6, 2 herbergi og eldhús 116, 3
herbergi og eldhús 145, 4 herbergi og eldhús 92, 5 herbergi og eldhús
94, 6 herbergi og eldhús 21 og 17 íbúðir með fleirum en 6 herbergjum.
Auk þess voru 136 herbergi án eldhúss í kjöllurum og þakhæðum-
Þess má þó geta, að af þessari 491 íbúð eru 131, sem vitað er um, að
gerð hefur verið í kjöllurum og' þakhæðum án samþykkis hyggingar-
nefndar. Þessi aukning ibúðanna virðist ekki segja mikið, enda getur
hún ekki talizt mikil. Húsnæðisvandræðin hafa því ekki hatnað, og
víst er um það, að húsaleiguokrið á „svörtum markaði“ fer síversn-
andi og er þegar orðið mikið böl. Veldur það því, að lágtekju- og meðal-
tekjufólki reynist alveg' ókleift að ná sér í sæmilegar íbúðir, þó að til
væru. Þess má geta, að um áramótin voru 85 ný hús talin í fokheldu
ástandi, og er það óvenju mikið á þeim tíma árs. Ég hef aðeins fram-
lcvæmt 30 skoðanir á íbúðum þetta ár, og er það óvenju lítið, en sann-
leikurinn mun vera sá, að fólk er farið að sjá, að það hefur enga þýð-
ingu að kvarta, og engin hjálp er í þvi, þó að það hafi vottorð um, að
það búi í óhollu eða óhæfu húsnæði, því að hvergi er bjargar að
vænta. Þykist gott að hafa þó þak yfir höfuðið.
Hafnarfi. Húsnæðisskortur hefur verið hér mikill, þó að töluvert
hafi verið byggt.
Akranes. Heídur dregið úr byggingu ibúðarhúsa, svo sem vænta
inátti. Á árinu hafa verið fullgerð 14 hús með 25 íbúðum alls, sem fl'est