Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Side 143
141
voru byrjuð 1947, og auk þess hafin smíð á 13 húsum. Öll eru hús
þessi steinhús. Má telja, að húsakynni séu hér nú yfirleitt góð orðin.
íbúðir hinna nýju húsa eru yfirleitt rúmgóðar.
Borgarncs. Verzlunarfélagið Borg lét gera hreinlega glerlagða matar-
búð og rekur nú matarverzlun í henni. Var það þörf umbót og vinsæl.
Húsagerð er allt af töluverð, bæði í kauptúninu og í sveitinni. Bættur
efnahagur hefur líka gert mörgum mögulegt að auka híbýlaprýði að
miklum mun og koma góðum hitunartækjum í hús sín. Nii er það al-
gengt að sjá stofu búna laglegum húsgögnum, með dúk og jafnvel
teppi á gólfi hjá alþýðufólki, bæði í sveit og kaupstað. Slíkt þótti
höfðingja háttur fyrir fáum árum.
Ölafsvíkur. Húsakynni hafa batnað. Ný hús byggð og eldri hús
endurbætt. Matargerð lík og áður.
Búðardals. Allmikið hefur verið bygg't af nýjum húsum og viðgerð
og stækkun farið fram á eldri húsum. Hefur sjaldan verið meiri hugur
í mönnum en einmitt nú um slíkar framkvæmdir, enda þótt erfiðleikar
við að koma upp húsum hafi sjaldan verið meiri. Víða eru þó hér í
sýslu mjög slæm húsakynni, varla íbúðarhæf, að því er manni virðist.
Lítið rætist úr salernisleysinu í sveitunum.
Begkhóla. Húsakynni víða mjög léleg. Fullgert var á árinu stórt
steinhús að Reykhólum, íbúð fyrir tilraunastöðvarstjóra í jarðrækt og
starfsfólk hans; 3 önnur hús (steinhús) kornust undir þak. Þiúfnaður
er ekki góður, meðan vatnssalerni vantar á flestum bæjum.
Flateyrar. Húsakynni fara batnandi bæði í sveit og við sjó. Hafin
var bygging tveg'gja nýrra íbúðarhúsa í þorpunum, og í sveitinni voru
bæjarhús byggð upp á 3 bæjum. Er nú orðið vel hýst á öllum bæjum
nema þeim, sem ríkið á, enda flosna menn upp af þeim. Þiúfnaður er
víðast hvar ágætur, einkum innan hviss í ríki kvennanna, en utanhúss-
Umgengni fer batnandi með hverju ári. Suðureyri í Súgandafirði var
ohreint og illa hirt sjávarþorp fyrir fáum árum, en í sumar mátti sjá
þar hreint og þrifalegt þorp með nýmáluðum húsum í léttum og björt-
um litum, og vakti myndin aðkomanda unað.
Bolungarvíkur. Verkamannabústaðir þeir, sem undanfarin ár hafa
verið í smíðum í þorpinu, voru allir fullgerðir eða að mestu á árinu,
°g allir 6 að tölu í þremur húsum teknir í notkun. Önnur 8 hús hafa
verið í smíðum á árinu. Af þeim voru 3 tekin i notkun fyrir áramót,
þó að ekki hafi öll verið fullgerð. Allt eru þetta steinhús og verða með
ölluin þægindum. Bætir þetta nokkuð úr húsakosti í þorpinu, enda
befur áhugi manna mjög aukizt fyrir bættum luisakynnum. Húsa-
skipun er hér ekki góð, og vantar á, að sumar íbúðir séu sæmilegar.
f hinum gömlu verbúðarhúsum, sem gerð hafa verið að mannabú-
stöðum, eru óþægilegir og einkum þráðbeinir stigar upp að ganga.
Kvarta húsfreyjur mjög undan því, að þeir séu þreytandi og lýjandi
fyrir fætur. Eldhúsið er niðri, en íbúðin uppi. Þurfa því konur að
fara stigana oft upp og niður. Þrifnaði fer fram í þorpinu, enda vatns-
ieiðsla og frárennsli í húsum. Geta má þess, að erfitt er stundum að fá
yatn í efra hluta þorpsins (á Holtunum svo kölluðu), enda að lík-
mdum ekki nógu vel séð fyrir þessu, er vatnsleiðslan var lögð. Viða
eru vatnssalerni. Sumar fjölskyldur hafa vanhús, en eitthvað er enn