Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 144
142
af fjölskyldum, sem hvorki hafa vanhús né salerni. Ekki er enn
komið salerni i beitingarhús sjómanna við brimbrjótinn. Hafa því
þeir, sem þar eru að vinnu, ekki önnur úrræði en ganga i fjöruna til
örna sinna, og fer illa á því.
ísafj. Með nýbyggingum og endurbótum batnar húsnæði fólks stöð-
ugt, nema þeirra, sem við lakast húsnæði eiga að búa, en von er til, að
þeirra vandræði leysist nokkuð, þegar þær 12 íbúðir, sem bærinn á í
smíðum samkvæmt lögum um byggingar fyrir fólk, sem býr i heilsu-
spillandi húsnæði, verða fullbúnar.
Árnes. Allsæmileg víðast hvar, einkum norðan Reykjarfjarðar, þótt
hörmulegar undantekningar finnist (Gjögur). Þrifnaður allmisjafn,
allt frá stórmyndarheimilum til hins lélegasta, sem finnst hér á landi
(Gjögur).
Hólmavíkur. Á árinu voru 2 íbúðarhús í smíðum á Hólmavík, auk
hins reisulega læknisbústaðar. 2 steinhús rcist í sveit. Húsakynni yfir-
leitt góð í héraðinu, en nokkrar óviðunandi íbúðir er að finna á Drangs-
nesi og á Hólmavík. Stöðugur húsnæðisskortur er á þessum stöðum,
og verður hann fyrsta hlutskipti fólksins, er það flyzt úr sveitunum,
unz það flyzt á mölina í stærri bæjunum. Þrifnaði er víða ábótavant,
eins og gengur. Mikill óþrifnaður er að hraðfrystihúsum og beituskúr-
um í þorpunum, og er kostnaðarsamt og' erfitt úr að bæta. Einkum er
skaði, að ekki er hægt að notfæra sér allan fisltúrganginn, sem, eink-
um að vetrinum, verður að kasta í höfnina og fyllir svo allar fjörur.
Sauðárkróks. Húsakynni fara alltaf batnandi. Mikið byggt á Sauð-
árkróki undanfarin ár, en þótt fólki fjölgi lítið, eru alltaf húsnæðis-
vandræði. Fólk bjó mjög þröngt hér áður, en hefur nii getað rýmkað
um sig við batnandi fjárhagsástæður. Á þessu ári var lokið byggingu
8 steinhúsa með 11 íbúðuin og 1 verzlunarplássi. Nokkur hiis eru i
smíðum. í sveitinni var einnig hyggt talsvert af ibúðarhúsum og fleiri
eru ráðgerð. Fara nú húsakynni þar óðum batnandi. Einnig byggt
nokkuð af peningshúsum, enda veitir ekki af, að fjósin verði þokka-
legri en nú er. Um þrifnað er svi])að að segja og áður. Með batnandi
húsakynnum batnar einnig umgengni innan liúss, en þrifnaði og um-
gengni utan húss er alltaf mikið ábótavant. Óþrifakvillar virðast fara
minnkandi, og ber einkum litið á kláða síðustu árin.
Hofsós. Nokkur ný og vönduð íbúðarahús hafa verið tekin í notkun
á árinu, bæði í sveitunum og á Hofsósi, enda ekki vanþörf á þvi, þar
sem húsakynni almennt í héraðinu eru allt of bágborin. Þrifnaði er
víða ábótavant, og víða vantar salerni í sveitum.
Ólafsfj. Á árinu var lokið við verkamannahústaðina. Hver íbúð 5
herbergi (2 af þeim ekki fullgerð), eldhús, baðklefi, þvottahús og
stór geymsla. Mun hver íbúð kosta ca. 120 þúsund krónur, og þætti
það ekki dýrt í Reykjavík. Lokið var við 2 tveggja hæða hús, og 1 einnar
hæðar komst undir þak. Stækkun á húsi komst einnig undir þak. Innan-
liússþrifnaður víðast hvar góður eftir ástæðum. Utanhússþrifnaður
siðri og með endemum á bryggju og aðgerðarstöðum við sjóhús.
Dalvikur. Húsakynni og þrifnaður fer hvort tveggja batnandi, svona
með hægð. Á Dalvík voru reist 6 íbúðarhús fyrir 11 fjölskyldur. Raf-
magnskerfi Dalvíkur var aukið og endurbætt.