Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 146
144
erni fyrir starfsfólkiÖ, og ekkert vatn er i húsinu. Þarna verður að af-
greiða allt í einum graut, álnavöru, matvöru, svo og steinolíu, svo að
eitthvað sé nefnt, og enginn getur svo þvegið sér um hendur, heldur
verður að vaða úr einu í annað. Þrifnaður í héraðinu, bæði utan húss
og innan, virðist sæmilegur í sveitunum, en hér á Djúpavogi víðast
hvar með eindæmum lélegur. Fáir þrifa svo í kringum hús sín, að
fært sé inn í þau nema á góðum vatnsstígvélum, og oft ægir saman
skrani og óþverra í kringum þau; jafnvel heilir kindarskrokkar grotna
niður fyrir framan aðalinnganginn. Ég' kom hér í nóvemberbyrjun,
og var þá sláturtíð lokið, en merki hennar sáust greinilega, því að
garnir og vambir lágu eins og hráviði um allar götur, og börnin léku
sér að hausum og löppum og ýmsu fleira, sem of langt mál yrði upp
að telja. Fjóshaugarnir ná sums staðar fram á aðalgötuna, og í leys-
ingum fellur þaðan margur Fúlilækur. Vatnssalerni er hér óþekktur
„lúxus“, nema í læknisbústaðnum og í tveimur húsum öðrum, og
fjósin víðast hvar notuð í staðinn.
Breiðabólsstaðar. Lokið var við smíð eins íbúðarhúss úr steini og
byrjað á 3 öðrum (auk læknisbústaðarins). 2 nýjar rafstöðvar bætt-
ust við á árinu, og leggur önnur til rafmagn í 6 bæi; er það mikil bót.
Þrifnaður er ekki á háu stig'i, en þó munu flestir vera sæmilega hirðu-
samir um útlit sitt. Lítið er til af hreinlætistækjum, svo sem baðkerum
og vatnssalernum, og menn hirða illa tennur sínar.
Víkur. Þrifnaður góður og húsakynni.
Vestmannaeijja. Á árinu hafa verið tekin í noklun 14 íbúðarhús.
í þeim eru 16 ibúðir, og eru þær flestar 4 herbergi og eldhús. 4 af þess-
um húsum eru kennarabústaðir, og eru þau hús ein hæð með háu risi,
2 af þessum 14 húsum eru tvær hæðir, og er annað þeirra með kjall-
ara, en öll hin húsin eru ein hæð; þó eru kjallarar, sem ekki eru
íbúðarhæfir, undir sumurn. Samanlögð stærð allra þessara bygginga
eru 7715 m8. í smíðum eru 37 íbúðarhús og aukning á 2 eldri húsum,
sem nemur 2 íbúðum. í öllum þessum íbúðum ættu að verða sem næst
43 íbúðir, þegar þau verða fullgerð. Nokkur af húsunum eru þegar
langt komin, og mörg eru fokheld, en önnur skammt á veg komin.
Samanlögð stærð húsanna eru 19610 m3. Á árinu var tekið í notkun
póst- og simahús, að stærð 3100 m8. Af Vinnslustöðinni, húsi útgerðar-
manna, voru byggðir um 6000 m3, og var af því húsnæði tekið í
notkun 5200 ms, og er því aukning á meira háttar húsakosti 14300
m3 samtals. í smíðum eru af stærri húsum: Vinnslustöðin; af hennx
eru enn þá óbyggðir um 13000 m3. Hxís ísfélags Vestmannaeyja h.f. er
þegar fokhelt, en óinnréttað um 3400 m3. Gistihús Helga Benedikts-
sonar er langt komið; stærð þess um 3500 m3. Húsbygging templara
er vel á vcg komin; stærð 5300 m3. Gagnfræðaskólabyggingin: Kjallari
þess steyptur og' verður húsið að stærð 8000 m3. Á árinu hefur og far-
ið fram viðhald eldri húsa, en lítið byggt af smærri bygginguxn, svo
sem geymsluhúsum og bifreiðaskýlum. Allar áður greindar byggiixgar
eru gerðar úr járnbentri steinsteypu. Þiúfnaður nú orðið víst ems
góður, ef ekki betri en víða annars staðar hér á landi, þó að margt
Frh. á bls. 190.