Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 192
190
Frh. af bls. 144.
standi til bóta. Gömlu fiskkrærnar eru nú að hverfa úr sögunni, og
sakna þeirra fáir.
Selfoss. Nokkuð var byggt í sveitum, bæði yfir fólk og fénað. Þó
hefur það sjálfsagt verið minna en menn vildu — og gátu, efnanna
vegna. Fjárfestingarleyfi hafa ekki fengizt nema af mjög skornum
skammti og ekki nema fyrir litlum hluta þeirra framkvæmda, sem
um hefur verið beðið. Einkum hefur þetta hlutfall verið óhagstætt
hér á Selfossi og komið sér bagaleg'a vegna hins mikla húsnæðis-
skorts, sem hér ríkir. Talið er, að hann sé hlutfallsleg'a engu minni hér
en í Reykjavík, enda húsaleigan hér sízt lægri.
Keflavíkur. Neyzluvatn og frárennsli er nú verið að leggja um allan
bæinn, enda var því mjög ábótavant.
5. Fatnaður og matargerð.
Ólafsvíkur. Talsverður skortur er farinn að verða á vinnufatnaði.
Klæðnaður svipaður og ég þekki annars staðar. Neyzla grænmetis,
nema þá helzt tómata, eykst ekki. Grunsamt er mér um, að minna en
áður sé farið að verða um kartöflurækt og rófna. Of lítið finnst mér
að því gert að herða fisk.
Reykhóla. Fatnaður víðast hvar mjög sæmilegur, þrátt fyrir mjög
mikinn skort á fatnaði á verzlunarsvæðinu á síðast liðnu ári. Matar-
gerð yfirleitt fábreytt, en víðast hvar þó góð. Mest notaður mjólkur-
matur, kartöflur, saltkjöt og saltfiskur, fugl og selur, þar sem þau
hlunnindi eru. En nýmetisskortur er í héraðinu mestan hluta ársins.
Flateyrar. Fatnaður og matargerð er óbreytt frá því, sem verið
hefur, hvort tveggja að rnestu innlent og gott. En það telst þó til
vandræða, að þjóðin er nú svo fátæk orðin, að hún hefur ekki efni á því
að gera húsmæðrum kleift að sauma sjálfar á sig og börn sin. Inn-
ílutt álnavara hverfur til iðnaðarins, og þaðan er svo hægt að fá
keypta kápu á 2 ára börn fyrir 100 krónur. Konur héldu þó uppi
saumanámskeiðum eins og áður og’ saumuðu upp úr eldri flíkum, er
lítið annað fékkst. Á námskeiði kvenfélagsins Brynju á Fíateyri nú i
vetur, sem stóð i hálfan mánuð, voru saumaðar 89 flíkur af ýmsum
gerðum, en kostnaðurinn af námskeiðinu varð tæplega 800 krónur, eða
kr. 44,80 á hvern þátttakanda. Saumur þessa fatnaðar á saumastofum
var verðlagður af kennara námskeiðsins, frk. Ragnheiði Friðriksdótt-
ur, á rúmlega kr. 4000,00. Matur er að mestu nýmeti af landi og úr
sjó. Er hvort tveggja geymt í hraðfrystihúsunum, en söltun að miklu
leyti lögð niður, og súrmatur er nú óðum að hverfa af borðum manna.
Garðávextir eru nú mikið notaðir, en mjólkurneyzla er litil í þorp-
unum.
Bolungarvíkur. Kartöfluuppskera með rýrara móti. Kúm fjölgar í
þorpinu, en geitfé hverfur. Hænsnarækt færist fremur í aukana.
Isafj. Mjólkurframleiðsla er svipuð í héruðunum í kring og áður
liefur verið, en bærinn hefur töluvert aukið mjólkurframleiðslu sína,
og iná segja, að yfirleitt sé umgengni um fjós og mjólkurmeðferð við-
unandi. Mjólk er nú oftast nægileg, nema haustmánuðina, og er það