Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Blaðsíða 193
191
mikil framför frá því, sein áður var. Enn er aðeins sú mjólk, sem lengst
er að komin, gerilsneydd, en óhæfilegur dráttur á stækkun mjólkur-
stöðvarinnar hér veldur þvi, að ekki er hægt að taka alla rnjólk til
gerilsneyðingar, sem bæjarbúar nota.
Árnes. Fatnaður og matargerð með svipuðu sniði og annars staðar
á landinu, þar sem ég þekki til.
Hólmavíkur. Fatnaður og matargerð tekur litlum breytingum frá
ári til árs.
Sauðárkróks. Um fatnað er svipað að segja og áður, en fólki er
óhætt að nýta vel út föt sín, ef vefnaðarvöru- og fatnaðarskammtar
eiga að duga, einkum þó ef illa gengur að fá út á miðana, eins og
viljað hefur brenna við. Alltaf er nóg um nýmeti, að minnsta kosti í
kaupstaðnum og þar sem samgöngur eru greiðastar við hann. Garða-
mat rækta menn alltaf talsvert sjálfir, og mun hans neytt verulega,
þó að það mætti vera meira. Tómatar eru mildð ræktaðir í héraðinu í
gróðurhúsum; er talsverðs neytt af þeim, en mest af framleiðslunni er
þó sent burtu.
Ólafsfí. Hér hefur verið erfitt að fá fatnað yfirleitt, og hefur stað-
urinn orðið út undan, hvað það snertir. Haldið var matreiðslunám-
skeið á vegum kvenfélagsins.
Grenivíkur. Fatnaður hefur eklci tekið neinum breytingum; sama
mun rnega segja um matargerð. Mikið er borðað af fiski við sjávar-
síðuna og hann fáanlegur flesta tíma ársins. Einnig talsvert borðað af
fiski í sveitinni, því að ferðir eru héðan frá Grenivík þrisvar í viku.
Vopnaff. Matargerð nrun vera mjög svipuð og verið hefur undan-
farin ár. Harðnreti nrá hcita horfið, og súrmeti er á góðri leið rrreð að
hverfa einnig. Sláturgerð er orðin mjög lítil í sveitum og aðeins lítið
hrot af því, sem áður var. Nokkuð er það nú tíðkað að frysta hráa
sláturkeppi. Slátrið er síðan soðið, þegar það er tekið úr frostinu. Er
þetta mjög Ijúffengur matur, senr flestir éta með góðri lyst. Víðast
er börnum gefið lýsi yfir veturinn, og lýsi er gefið í barnaskólununr.
Mjólk hafa rnenn yfirleitt nóga og kartöflur, en annar garðmatur er
fáséður. Víða er eitthvað af hænsnum, og hafa menn því nokkuð af
eggjunr. Jafnframt því að ahnennur þrifnaður hefur aukizt, hefur og
glæðzt áhugi fyrir smekklegum klæðnaði. Ganga flestir vel og þrifa-
lega til fara. 1 fararbroddi þar eru ungu stúlkurnar, sem punta sig
að hætti kynsystra sinna í bæjununr og hirða hár sitt svo, að prýði er
:>ð. Tilfinnanlegur skortur hefur verið hér á álnavöru, sokkum, vinnu-
fatnaði og yfirleitt öllu til klæðnaðar. Ef svo heldur áfrarn, hlýtur
það að leiða til vandræða, þar sem fólk getur nú ekki endurnýjað
fatnað sinn eðlilega eða haldið honum við. Úti um sveitina gengur
þetta nrest út yfir sængurfatnað, nærfatnað úr bónrull og lérefti og
vinnufatnað. Á heimilum er enn þá töluvert unnið úr ull, einkunr
sokkar og nærfatnaður, peysur og kventreyjur, svo og barnafatnaður.
Vaðmál fá þeir, er ull senda til vinnslu, en oft vill biðin verða óþægi-
lega löng eftir fataefninu.
Seijðisff. Kvenfélög' í bænunr gengust fyrir námskeiði í matargerð
fyrir húsmæður og saurnanámskeið eru haldin nærri því á hverjum
vetri. Uni gagnscini matarnámskeiðanna þori ég ekki að dæma. Hygg