Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 194
192
ég þó, að meira kapp sé lagt á að framleiða fína rétti og kenna svo
kallaða borðskreytingu en brýna fyrir húsmæðrum hollustugildi
fæðutegundanna og vara við hinum illræmdu matreiðslusyndum.
Djúpauogs. Fatnaður yfirleitt sæmilegur. Nú hefur mikið greiðzt
fyrir öflun nýmetis, síðan hraðfrystihúsin komu (á Breiðdalsvík og
Djúpavogi), en áður var mikill skortur á því. Börn fá hér almennt lýsi.
Breiðabólsstaðar. Fólk er yfirleitt þolckalega til fara. Mataræði er
fremur fábreytt og minna af grænmeti og nýmeti en skyldi og hægt
væri að hafa.
Vestmannaeyja. Engar breytingar, svo að orð sé á gerandi.
6. Mjólkurframleiðsla og mjólkursala.
Læknar láta þessa getið:
Akranes. Eins og' drepið var á í fyrri ársskýrslu, tók Kaupfélag
Borgfirðinga við mjólkursölunni frá áramótum. Hefur öll meðferð
hennar hér á sölustað batnað verulega og má nú heita í góðu lagi
eftir ástæðum. Mjólkin er kæld og' geymd á köldum stað, meðan á dreif-
ingu stendur.
Borgarnes. Mjólkursamlag Borgfirðinga tók nýjar og betri vélar til
notkunar á árinu og notar nú rafmagn til rekstrar. Eru mjólkurvörur
héðan góðar; sérstaklega hefur skyr gott orð á sér.
Ólafsvíkur. Mjólk er litið keypt að utan frá, og' eru oft mestu vand-
ræði um mjólk í september—nóvember.
Búðardals. Mjólkursalan til Borgarness eykst stöðugt. Mun hafa
vexáð hátt á annað hundrað þúsund lítrar á árinu. Nokkur mjólkur-
sala er hér í þorpinu, og virðist meðferð mjólkurinnar hreinleg.
Reykhóla. Mjólk og smjör nægilegt fyrir héraðsbixa allt áiáð, auk
þess selt xxr héraðinu töluvert af smjöri.
Flateyrar. Mjólkurframleiðsla fer vaxandi, einkum i Önundarfirði,
og er seld að verulegu leyti til ísafjarðar.
ísafj. Þótt stöðugur skortur á grænmeti og' óverjandi takmai’kanir
á innflutningi ávaxta valdi þvi, að fæði manna hér verði ávallt ófull-
komið, þá hafa sarnt orðið framfarir á matarræði almennings hin
síðustu ár; og næringarrannsóknar, sem gerðar voru í skólunum á
árinu, sýna mikla framför, frá því að síðast var gerð sams konar
rannsókn fyrir 10 árum. Enn er ekki að fullu búið að vinna úr þess-
um rannsóknum, svo að endanlegar niðurstöður verða að bíða næstu
skýrslu.
Árnes. Mjólkurframleiðsla lítil og tilfinnanlegur skortur á xnjólk í
vetrarbyrjun, sem einkum kemur hart niður á skólanum í Árnesi.
Þurrmjólk ætti að geta bætt úr, þegar fólk læi’ir almennt að notfæra
sér hana.
Hólmavíkur. Mjólkurframleiðsla og mjólkursala hefur farið i yöxt
síðustu árin, einkum í nágrenni Hólmavíkur. Er nú daglega flutt nxjólk
frá 5—6 heimilum, til sölu í kauptiininu, og sumarmánuðina er seld
mjólk til Djúpuvíkur tvisvar í viku. Allt eru þetta myndarheimili, og eru
fjós og’ meðferð mjólkurinnar yfirleitt góð. Margir hafa kýr á Hólma-