Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Síða 195
193
vík, þótt þeim fari fækkandi, og aldrei er verulegur mjólkurskortur
þar. Öðru máli er að gegna með Drangsnes, er hinar fáu kýr þar
standa geldar. Þá er lítill sopinn handa rúmlega 100 börnum, sem
þar búa. Mjólkursala þangað mun vera af skornum skammti frá
1—2 næstu bæjum, en þorpinu er svo óhaganlega í sveit komið sem
mest má vera.
Hvammstanga. Mjólltursala Húnvetninga hóf starfsemi sína á
Blönduósi í ársbyrjun. Mjólkursala og mjólkurflutningar héðan úr
héraðinu hófust með vorinu.
Sauðárkróks. Mjólkurframleiðsla eykst talsvert í héraðinu, enda
eru bændur nauðbeygðir til að fjölga kúnum, þegar sauðféð fellur eða
er skorið niður. Mjólkursamlagið starfaði með svipuðum hætti og
áður. Framleiðir það yfirleitt góðar vörur. ÖIl sala á rnjólk úr sveit-
*nni gengur gegnum það. Er nú verið að reisa nýtt mjólkursamlags-
hús, og þótti ýmsum óþarflega fljótt, þar sem hið gamla er aðeins
15 ára gamalt. Alltaf er nokkuð af kúm í kaupstaðnum, og selja sumir
nijólk beint til neytenda.
Ölafsfj. Bændur í nágrenni kaupstaðarins auka kúabúin, en langur
vegur frá, að þeir framleiði næga mjólk handa kaupstaðnum. Mikil
mjólk flutt frá samlagi KEA á Akureyri.
Akureyrar. Mest af þeirri mjólk, sem bæjarbúar neyta, er stassaní-
serað i Mjólkursamlagi KEA, og má yfirleitt segja um þá mjólk, sem
kér er á boðstólum, að hún sé vel hrein og að öllu levti 1. flokks
mjólk. Þó vantar mikið á, að fjós og annar aðbúnaður kúa hér í hér-
aðinu sé yfirleitt eins góður og æskilegt væri. Ennþá hefur ekki
verið hægt að fá hér flöskur undir mjólkina vegna gjaldeyriserfið-
leika. Verður því að selja hana i lausu máli, og er þetta að sjálfsögðu
nijög mikill galli frá heilbrigðislegu sjónarmiði séð. Frá mjólkursam-
laginu hér er selt allmikið af mjólk og skyri til Siglufjarðar. Á árinu
1048 konru inn i mjólkursamlagið alls 6635263 litrar mjólkur. Meðal-
fitumagn þessarar mjólkur var 3,579%. Mesta fituinagn var i júní,
'k~56%. Minnsta fitumagn var í janúar 3,397%. Af mjólk þessari
'•eyndust vcra: í 1. og 2. hreinlætisflokki 96,00%, í 3. hreinlætisflokki
5,52%, í 4. hreinlætisflokki 0,48%. Til bcinnar neyzlu fóru 2340000
’trar af mjólk. Þá voru framleiddir 247729 Htrar af rjóma, 211203
kg af skyri, 61391 kg af smjöri, 110163 kg af mjólkurosti.
(’>enivíkur. Mjólkurframleiðsla hefur aukizt í héraðinu, og betur
'efur gengið að koma mjólkinni á markaðinn á Akureyri en áður vegna
bættra samgangna og litilla snjóa fram að nýári.
Seyðisfí. Of lítið er framleitt af mjólk, enda eru margir að gefast
llPP við kúahald í bænum, og væri það æsklegt, ef eitthvað kæmi í
■'taðinn. Á einni jörð í Seyðisfjarðarhreppi (Dvergasteini) er rekið
'Uabú og mjólk seld þaðan í bæinn, og auk þcss eru alltaf einhver
mjólkurviðskipti heimila á milli í bænum.
Hafnar. Mjólkursamlag á döfinni.
yestmannaeyja. Aðalkiiabúið hér er rekið af bæjarsjóði. Verð mjólk-
"rinnar frá búinu er kr. 2,50 lítrinn. — Þrátt fyrir þetta verðlag er búið
'ekið með halla. Aðflutt mjólk frá Reykjavík er seld hér sama verði.
25