Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 196
194
Segja má, að mjólk hér megi heita nægjanleg, ef flutningar frá
Reykjavík eru nógu tíðir og nægilegt inagn þaðan fáanlegt. Mjólkin
frá bæjarbúinu er skömmtuð.
7. Áfengisnautn. Kaffi og tóbak.
Læknar láta þessa getið:
Akranes. Um áfengisnautn sama að segja og áður. Virðist hvorki
fara vaxandi né minnkandi.
Ólafsvikur. Áfengisneyzla ekki áberandi mikil. Kaffi drukkið líkt
og annars staðar. Af tóbaki yfirskyggja vindlingarnir allt annað.
Búðardals. Áfengisneyzla er lítil. Helzt er, að menn gerist góðglaðir
í afmælum vina sinna.
Reykhóla. Áfengisnautn lítil, helzt á samkomum og þá aðallega að
sumrinu. Kaffi mikið drukkið. Tóbaksnotkun almenn, aðallega reyk-
ingar.
Flateyrar. Áfengisnautn engin í sveitinni, mjög lítilfjörleg á Flat-
eyri, nokkur til hátíðabrigða á Suðureyri. Tóbaksnautn fer heldur
minnkandi, en kaffi er almennt notað, eins og skammturinn endist.
Bolungarvíkur. Vínnautn virðist heldur í minna lagi. Kaffi- og tó-
baksnautn svipuð og áður.
ísafj. Heldur mun drykkjuskapur fara minnkandi, og má líklegast
telja það afleiðingu minni peninga meðal almennings og dýrari drykkj-
arfanga. Þó eru ailtaf nokkrir drykkjumenn, sem ekki láta sér áfengis-
verðið fyrir brjósti brenna.
Árnes. Áfengisnautn er sögð inikil í síldarverstöðvunum á sumrin.
Kaffi- og tóbaksnautn sennilega svipuð og annars staðar, þ. e. a. s.
kafffineyzla eins og skammtur leyfir.
Hólmavíkur. Áfengisnautn lítið áberandi, einna lielzt á samkomum,
og kemur fyrir, að slái í brýnu á milli sjómanna. Kaffi- og tóbaks-
nautn almenn sem víðar.
Sauðárkróks. Áfengisneyzla er alltaf talsverð, einkum á sainkoin-
um. Kaffineyzla svipuð. Þykir sumum skammturinn naumur. Tóbaks
alltaf neytt mikið, einkum vindlinga. Neftóbak líka mikið notað.
Ólafsfj. Áfengisnautn lítil. Kaffineyzla takmörkuð vegna skönnnt-
unarinnar. Tóbaksnautn sízt minni en verið hefur þrátt fyrir okur-
verð.
Akureijrar. Um áfengi, kaffi og tóbak er ekkert nýtt að segja. Þar
gildir hið sama og sagt var síðast líðið ár, að áfengis- og tóbaks-
neyzla er mildu meiri en vera bæri og þó sérstaklega meðal unglinga.
Þó ber yfirleitt ekki mikið á ölvun ó almannafæri hér, nema þá helzt
í sambandi við skemmtanir.
Grenivíkur. Áfengi lítið notað, helzt eitthvað á skemmtunum. Kaffi-
og tóbaksnautn svipuð og áður.
Vopnafj. Áfengisnautn mjög lítil í héraðinu. Eitthvað mun að vísu
pantað af áfengi, en það er farið mjög vel með það, og má telja hreina
undantekningu, ef truflun eða leiðindi verða á samkomum vegna
áfengisneyzlu. Kaffi drckka menn líkt og verið hefur, og tóbaksnautn
inun einnig svipuð og verið hefur. Sigarettan ryður sér þó meira og'
meira til rúms, og reykja menn nú vart annað.