Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 197
195
Seyðisfi. Eitthvað meira hefur borið á drykkjuskap hér, siðan sigl-
ingar hófust beint til Englands með hinum nýja togara, enda kvað
skipshöfnin fá ódýr vínföng erlendis sem uppbót á hið lága kaup.
Kaffi er mikið drukkið og að sama skapi reykt.
Djúpavogs. Drykkjuskapur talsverður hér á Djúpavogi, en lítill
annars staðar, og eru margir karlarnir fúsari á að leysa út háar póst-
kröfur frá Á. V. R. en leggja í kostnað við að þrífa í kringum sig
heima fyrir. Kaffi og’ tóbaks neytt svipað og annars staðar.
Hafnar. Áfengisnautn fer í vöxt. Stúkulíf dapurlegt hér um slóðir.
Peningageta á þátt í því, hve drykkjuskapur hefur örvazt á seinni
árum.
Brciðabólsstaðar. Áfengis- og tóbaksnautn er hér ekki mikil.
Vestmannaeyja. Áfengisnautn óhæfilega mikil og reykingar sömu-
leiðis. Kaffiskammturinn hrekkur hvergi til.
Keflavikur. Slys og meiðsli af völdum ofdrykkju o. þ. h. er mun
núnna áberandi en fyrir nokkrum árum.
8. Meðferð ungbarna.
Ejósmæður geta þess í skýrslum sínuni (sbr. töflu XIII), hvernig
d693 börn af 3757 lifandi fæddra barna, sem skýrslurnar ná til, voru
nærð eftir fæðinguna. Eru hundraðstölur, sem hér segir:
Brjóst fengu ................................. 92,2 %
Brjóst og pela fengu ......................... 4,1 —
Pela fengu ..................................... 3,7 —
f Reykjavík líta tölurnar þannig út:
Brjóst fengu ................................. 98,6 —
Brióst og pela fengu .......................... 0,7 —
Pela fengu ..................................... 0,7 —
Að öðru leyti láta læknar þessa getið:
ðkranes. í góðu iagi. Ljósmóðirin gerir sér far um að fræða mæð-
Urnar og leiðbeina þeim og útbýtir Leiðbeiningum um meðferð ung-
harna, sein eru vissulega vel þegnar.
Ólafsvílcur. Heldur í framför.
Búðardals. Góð yfirleitt. Þó ber á því, að um skaðlega vanþekk-
]11811 í þessu efni sé að ræða, en bæklingur heilbrigðisstjórnarinnar
hætir hér mikið úr skák, og hygg ég', að fáar bækur, þótt stærri séu,
koini að meira gagni. Væri full þörf fleiri slíkra heilbrigðismálaþátta.
Krykahóla. Meðferð ungbarna má teijast góð.
Klateyrar. Góð.
Kolungarvíkur. Ungbarnadauði er enginn.
‘sa0- Flest ungbörn, eða rúmlega 95%, eru lögð á brjóst, og má
uieðferð þeirra yfirleitt teljast góð eftir atvikum.
ðrnes. Meðfcrð ungbarna víðast i góðu lagi. Börn almennt lögð á
n'jóst, a. m. k. fyrst um sinn.
Sauðárkróks. Yfirleitt góð. Börn eru flest á brjósti, að minnsta
^osti byrjað á því, en konum mun liætta til að taka þau of fljótt
hrjósti. Bera þær því við, að þær hætti að injólka, þegar þær fara
ao vinna.