Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Qupperneq 198
196
Vopnafí. Virðist mjög góð, hvað alla hirðingu og umönnun snertir.
Seyðisfí. Yfirleitt góð.
Djúpavogs. Meðferð ungbarna góð, en mæður ekki nógu duglegar
og þolinmóðar að hafa börn sin á brjósti, nema þá stuttan tíma.
Hafnar. Góð eftir efnufti og ástæðum.
Vestmannaeijja. Meðferð ungbarna fer stöðugt batnandi. Ung-
barnadauði hverfandi.
9. íþróttir.
Læknar láta þessa getið:
ólafsvíkur. íþróttalif hér mjög dauft.
Búðardals. Hér er enginn áhugi fyrir íþróttum.
Flateyrar. íþróttaáhugi er nokkur, en nýtur sín ekki sem skyldi.
Skíðanámskeið eru haldin á vetrum og sundnámskeið á vorin, nema
á Flateyri, þar sem laugin er óviðgerð enn, en fjárhagsráðsleyfi er
nú fengið til úrbóta, og verður vonandi hafizt handa að vori.
Bolungarvíkur. Sundlaug starfrækt i sumar.
ísafí. Hinar nýju byggingar, sundhöllin og leikfimishúsið, hafa
mjög lyft undir íþróttaáhugann, sem virtist daufur orðinn árin áður,
og eru hin beinu hollustu- og þrifnaðaráhrif ótrúlega mikil. Skíða-
iþróttin fagnaði snjóavetri, og voru 2 nýir skíðaskálar byggðir á ár-
inu, en í þriðja skálanum, hinum stærsta, er haldinn skíðakennara-
slcóli á hverju vori. Fjórði skíðaskálinn, Skíðheimar, stendur enn í
Seljalandsdalnum, en er nú ekki lengur notaður. Það mun vera elzti
skíðaskáli á landinu. Lagað hefur verið fyrir skíðabraut utan við
Stórurð, hér fyrir ofan bæinn, og Ijósker sett þar upp.
Hólmavikur. Vetraríþróttir eru stundaðar í vaxandi mæli. Hafa
Strandamenn, og þá einkum Bjarnfirðingar, nú um þriggja ára skeið
verið framarlega eða fremstir á landsmótum í skíðagöngu. Þarf það
raunar engan kunnugan að undra, þar sem skíðin eru einu farar-
tækin, sem komið verður við mánuðum saman að vetrinum í snjó-
þungum dölum héraðsins. Sund er nokkuð stundað í útilaug að Klúku
í Bjarnarfirði. Nokkur ungmennafélög eru starfandi, sem senda venju-
lega nokkra menn árlega til innanhéraðskeppni í frjálsíþróttum, auk
skíðakeppnanna að vetrinum.
Sauðárkróks. Fastur leikfimiskennari starfaði við skólana eins og
að undanförnu. Kennir hann einnig sund í Varmahlið á vorin og æfir
líka íþróttir með ungu fólki. Skíðaferðir eru nokkuð iðkaðar, einnig
knattspyrna og handknattleikur. Axel Andrésson dvaldist hér um tíma
og æfði knattspyrnu og handknattleik með börnum og fullorðnum.
Dalvikur. Heldur lítið um íþróttir hér um slóðir. Barnaskólana
flesta vantar fimleikahús. Útiiþróttir eru of lítið stundaðar.
Akureyrar. íþróttalíf hér í bænum er frekar blómlegt, bæði hvað
úti- og inniíþróttir snertir, og má segja, að talsverður áhugi á íþrótt-
um sé ríkjandi í bænum, bæði innan íþróttafélaganna og meðal margra
einstaklinga, sem utan íþróttafélaganna standa.
Grenivikur. Mjög hefur verið dauft yfir öllum íþróttum í ár.
Þórshafnar. Ingibjörg Magnúsdóttir annaðist hér sundkennslu í
3 vikur með góðuin árangri.