Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 199
197
Seyðisfi. Leikfimi er kennd í barnaskólanum, og auk þess stunda
áhugasamir unglingar leikfimi, skíða- og skautahlaup að vetrinum
og útileiki að sumrinu til. í júlí var hin margumtalaða sundhöll vígð
og afhent bæjarbúum til afnota. Síðan hefur farið þar fram sund-
kennsla, fyrst og fremst fyrir skólabörn, svo og aðra, sem sund vilja
iðka.
Djúpavogs. íþróttir þekkjast hér varla og áhugi fyrir þeim enginn.
Ungmcnnafélag er hér starfandi, en starfsemi þess mjög bágborin.
Stendur aðallega fyrir dansskemmtunum, sem oft enda með slags-
málum vegna dryklcjuskapar.
Breiðabólsstaðar. Ungmennafélagasamband var stofnað hér síðast
liðið sumar, og gekk það í í. S. í. Vænta menn sér góðs af því, þar eð
íþróttir hafa lítið verið stundaðar hér undanfarið.
Vestmannaeyja. Knattleikir, golf, sund, giimur og innanhússleik-
fimi stundað af kappi á sumrum og haustin.
Keflavíkur. Íþróttalíf færist mjög í vöxt. Sundlaug er hér ágæt og
niikið um sundkennslu. Sennilega sjást þess nú merki, að drykkju-
skapur fer minnkandi.
10. Alþýðufræðsla um heilbrigðismál.
Læknar láta þessa getið:
Ólafsvíkur. Alþýðufræðsla utan barnaskóla mjög lítil.
Seyðisfi. Engin opinber.
Vestmannaeyja. Fólki leiðbeint í þessum efnum, eftir því sem
ástæður leyfa.
11. Skólaeftirlit.
Tafla X.
Skýrslur um skólaskoðun hafa borizt úr öllum héruðum nema
Hesteyrar, en þar mun vera fátt eitt eftir af börnum og skólahald með
óllu lagt niður. Skýrslurnar taka samtals til 14087 skólabarna.
Samkvæmt heildarskýrslu (tafla X), sem gerð hefur verið upp úr
skólaskoðunarskýrslum héraðslæknanna, hafa 11990 börn, eða 85,1%
allra barnanna, notið kennslu í sérstökum skólahúsum öðrum en
heimavistarskólum, 453 börn, eða 3,2%, hafa notið kennslu í heima-
vistarskólum, en þau hafa þó hvergi nærri öll verið vistuð í skólunum.
1291 barn, eða 9,2%, hafa notið kennslu í sérstökum herbergjum í
jbúðarhúsum og 353, eða 2,5%, í íbúðarherbergjum innan um heim-
disfólk. Upplýsingar um loftrými eru ófullkomnar, en það virðist
vera mjög mismunandi: í hinum almennu skólahúsum er loftrými
rninnst 1,6 m3 og mest 12,4 m8 á barn, en jafnar sig upp með 3,5 m3.
1 heimavistarskólum 0,8—12,1 in3, meðaltal 6,4 m3. í hinum sérstöku
hennsluherbergjum í íbúðarhúsum 2,2—9,0 m3, meðaltal 4,1 m3.
1 íbúðarherbergjum 2,7—10,0 m3, meðaltal 4,4 m3, sem heimilisfólkið
notar jafnframt. í hinum sérstöku skólahúsum, þar sem loftrýmið
er minnst, er það oft drýgt með því að kenna börnum til skiptis í
stofunum. Vatnssalerni eru til afnota í skólunum fyrir 12366 þess-
ara barna, eða 87,8%, forar- og kaggasalerni fyrir 1593 börn, eða
H»3%, og ekkert salerni fyrir 128 börn, eða 0,9%. Leikfimishús hafa