Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1948, Page 201
199
fækkar um einn árgang í skólanum. Iðnskólinn starfar sem kvöld-
skóli í barnaskólahúsinu, en húsmæðraskólinn hefur fengið ný og
vönduð húsakynni, sem tekin voru í notkun um haustið. Allir nem-
endur þessara skóla njóta hinnar góðu aðstöðu til íþróttaiðkana í
hinni nýju íþróttahöll. Tannlæknir hefur eftirlit með tönnum barna
i skólanum á Isafirði og gerir við þær þeim að kostnaðarlausu, en
unglingar á gagnafræðaskólanum greiða % liluta af viðgerðarkostnaði.
Ógur. Skólarnir eru nú aðeins orðnir 2 eftir í héraðinu, og er það
ekki vonum fyrr, að hinir minni skólar yrðu lagðir niður og hin minni
umdæmi sameinuðu sig um héraðskólann í Reykjanesi.
Ilesteyrar. Skólaeftirlit er nú eigi lengur neitt í héraðinu, þar sem
skólar eru alveg lagðir niður vegna mannfæðar, en þau fáu skóla-
skyldu börn, sem fyrirfinnast, sækja skóla í Reykjanesi.
Árnes. Skólaskoðun var framkvæmd í byrjun skólaárs. ÖIl skóla-
skyld börn skoðuð, en þau munu ekki öll geta notið skólavistar vegna
þess, hve skólahúsið er lítið. Til orða kom að fá afnot af læknisbú-
staðnum til kennslu eða heimavistar, en þótti ekki tiltækilegt vegna
kostnaðarsamra viðgerða, sem þurft hefði að gera á bústaðnum. Við-
gerð fór fram á skólahúsinu, og við var bætt einum kennara.
Hólmavíkur. Skólaeftirlit framkvæmt eins og venjulega. Nýja
barnaskólahúsið á Hólmavík var nú tekið í notkun, þótt ófullgert sé
að nokkru leyti, þar sem ekki tókst að fá öll hreinlætistælci í húsið.
Skólahald í gamla skólahúsinu í Kaldrananesi var lagt niður, enda
húsið algerlega ónothæft. Börnunum var ýmist komið í skólana
á Drangsnesi eða Hólmavík, og nokkrir fengu kennslu heima.
Tekið var til skólanotkunar lítið samkomuhús á Stóra-Fjarðarhorni
fyrir farskólann i Fellshreppi. Heimavistarskólahúsið á Heydalsá er
nú mjög úr sér gengið, enda háaldrað orðið.
Sauðárkróks. Skólaeftirlit með svipuðu sniði og undanfarið. Nýi
barnaskólinn á Sauðárkróki var nú tekinn alveg í notkun, en ekki
er þó að fullu gengið frá honum. Er hann ekki enn þá fullmálaður og
eftir að ganga frá baði o. fl. Upphitun i leikfimishúsi reyndist al-
veg ófullnægjandi. Gagnfræðaskólinn og iðnskólinn voru einnig til
húsa í barnaskólanum. Barnaskólinn, sem er í smiðum í Lýtingsstaða-
hreppi, var heldur ekki nærri fullbúinn. Vantaði t. d. alveg í hann
miðstöð. Verið er að endurbæta skólastaðinn á Stóru-Ökrum, og á
þar að verða heimangönguskóli, en börnin verða flutt í skólann í
bílum.
Hofsós. Hafin bygging á Hofsósi nýs barnaskóla, og er hluti bygg-
mgarinnar kominn undir þak.
Ðalvíkur. Skólabörnin í Hrísey og á Dalvík fá ljósböð. Handa Ár-
skógsskóla hefur enn ekki tekizt að útvega lampa, og strandar þar
á því, sem kallað er gjaldeyrir. Tilvonandi heimavistarskóli Svarf-
aðardalshrepps hefur verið ánöfnuð noklcur peningauppliæð til kaupa
d Ijóslampa. Það gerði Björn Árnason á Grund. Farskólar að Þverá
í Skíðadal og að Þorsteinsstöðum i Svarfaðardal starfa ekki. 1 Skíða-
dal eru engin skólabörn. í Svarfaðardal framanverðum eru fáeinir
krakkar á skólaaldri. Hafa þeir ekki notið neinnar kennslu á þessu
hausti.